Lewis Hamilton vill að Mercedes-Benz hætti að nota leður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. desember 2019 07:00 Hamilton fagnar sjötta heimsmeistaratitlinum. vísir/getty Lewis Hamilton ökumaður Mercedes-Benz liðsins í Formúlu 1 hefur farið þess á leit við bílaframleiðandann að hætt verði að nota leður í framleiðslu bílanna. „Ég er að reyna að ýta undir sjálfbærni í mínu liði. Ég er að reyna að komast meira að hjá Formúlu 1 og vera meðvitaðari um umhverfið,“ sagði sexfaldi heimsmeistarinn í samtali við malasíkst lífstílstímarit. „Mercedes-Benz er ristastórt fyrirtæki. Ég á símafund með framkvæmdastjóranum seinna í dag til að ræða hvort við getum unnið að því að hætta allri notkun leðurs í framleiðslunni. Það er eitthvað sem ég vil gjarnan koma að,“ bætti Hamilton við. View this post on Instagram Performance is everything and it all begins with having the optimal fuel. If we want to feel good, have more energy and perform to our best, we need to have the right fuel in our bodies. I'm proud to be Exec Producer on @gamechangersmovie, alongside the legends @jamescameronofficial, @schwarzenegger, @jackiechan, @djokernole and @cp3. It's a revolutionary new documentary and I can't wait for you guys to see it this September. Tickets available now #thegamechangers #changeyourgame A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Jul 25, 2019 at 6:43am PDT Hamilton er duglegur að fjalla um veganisma og hefur ítrekað vakið athygli á umhverfismálum og réttindum dýra á samfélagsmiðlum. Hann var einn af framleiðendum heimildamyndarinnar The Game Changers sem fjallar um mýtur um að prótein úr dýraafurðum sé nauðsynlegt til að ná árangri í íþróttum. Volvo Polestar 2 er 100% vegan rafbíll.Vísir/Getty Vegan bílar Hamilton er ekki sá eini sem sér fyrir sér framtíð með vegan bílum. Aukin eftirspurn neytenda fyrir vegan bifreiðum hefur leitt framleiðendur á þessa braut nú þegar. Tesla Model Y og Model 3 verða að fullu vegan á næsta ári. Þá hefur Volvo eins og svo oft áður verið brautryðjandi í þessu og má beda á Polestar 2, nýjan rafbíl frá sænska framleiðandanum. Polestar 2 er 100% vegan. Þá eru margir framleiðendur að þróa efni sem er áþekkt leðri í áferð og útlit en er vegan. Ford, Honda, Jaguar, Porsche og meira að segja bentley eru allt framleiðendur sem sjá þörf til slíkrar þróunar. Bílar Formúla Vegan Tengdar fréttir Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði. 9. desember 2019 07:00 Alonso sakar Hamilton um hræsni Spánverjinn segir að heimsmeistarinn í Formúlu 1 sé ekki jafn mikill umhverfisverndarsinni og hann gefur sig út fyrir að vera. 23. október 2019 15:30 Tíu atvik sem tryggðu Hamilton titilinn í ár Lewis Hamilton tryggði sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 um síðustu helgi. Ljóst var nokkuð snemma að Hamilton myndi tryggja sér titilinn en það var þó ekkert auðvelt fyrir Lewis og Mercedes. 12. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Lewis Hamilton ökumaður Mercedes-Benz liðsins í Formúlu 1 hefur farið þess á leit við bílaframleiðandann að hætt verði að nota leður í framleiðslu bílanna. „Ég er að reyna að ýta undir sjálfbærni í mínu liði. Ég er að reyna að komast meira að hjá Formúlu 1 og vera meðvitaðari um umhverfið,“ sagði sexfaldi heimsmeistarinn í samtali við malasíkst lífstílstímarit. „Mercedes-Benz er ristastórt fyrirtæki. Ég á símafund með framkvæmdastjóranum seinna í dag til að ræða hvort við getum unnið að því að hætta allri notkun leðurs í framleiðslunni. Það er eitthvað sem ég vil gjarnan koma að,“ bætti Hamilton við. View this post on Instagram Performance is everything and it all begins with having the optimal fuel. If we want to feel good, have more energy and perform to our best, we need to have the right fuel in our bodies. I'm proud to be Exec Producer on @gamechangersmovie, alongside the legends @jamescameronofficial, @schwarzenegger, @jackiechan, @djokernole and @cp3. It's a revolutionary new documentary and I can't wait for you guys to see it this September. Tickets available now #thegamechangers #changeyourgame A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Jul 25, 2019 at 6:43am PDT Hamilton er duglegur að fjalla um veganisma og hefur ítrekað vakið athygli á umhverfismálum og réttindum dýra á samfélagsmiðlum. Hann var einn af framleiðendum heimildamyndarinnar The Game Changers sem fjallar um mýtur um að prótein úr dýraafurðum sé nauðsynlegt til að ná árangri í íþróttum. Volvo Polestar 2 er 100% vegan rafbíll.Vísir/Getty Vegan bílar Hamilton er ekki sá eini sem sér fyrir sér framtíð með vegan bílum. Aukin eftirspurn neytenda fyrir vegan bifreiðum hefur leitt framleiðendur á þessa braut nú þegar. Tesla Model Y og Model 3 verða að fullu vegan á næsta ári. Þá hefur Volvo eins og svo oft áður verið brautryðjandi í þessu og má beda á Polestar 2, nýjan rafbíl frá sænska framleiðandanum. Polestar 2 er 100% vegan. Þá eru margir framleiðendur að þróa efni sem er áþekkt leðri í áferð og útlit en er vegan. Ford, Honda, Jaguar, Porsche og meira að segja bentley eru allt framleiðendur sem sjá þörf til slíkrar þróunar.
Bílar Formúla Vegan Tengdar fréttir Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði. 9. desember 2019 07:00 Alonso sakar Hamilton um hræsni Spánverjinn segir að heimsmeistarinn í Formúlu 1 sé ekki jafn mikill umhverfisverndarsinni og hann gefur sig út fyrir að vera. 23. október 2019 15:30 Tíu atvik sem tryggðu Hamilton titilinn í ár Lewis Hamilton tryggði sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 um síðustu helgi. Ljóst var nokkuð snemma að Hamilton myndi tryggja sér titilinn en það var þó ekkert auðvelt fyrir Lewis og Mercedes. 12. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði. 9. desember 2019 07:00
Alonso sakar Hamilton um hræsni Spánverjinn segir að heimsmeistarinn í Formúlu 1 sé ekki jafn mikill umhverfisverndarsinni og hann gefur sig út fyrir að vera. 23. október 2019 15:30
Tíu atvik sem tryggðu Hamilton titilinn í ár Lewis Hamilton tryggði sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 um síðustu helgi. Ljóst var nokkuð snemma að Hamilton myndi tryggja sér titilinn en það var þó ekkert auðvelt fyrir Lewis og Mercedes. 12. nóvember 2019 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent