Sportpakkinn: Nýr íþróttamaður ársins hjá fötluðum vann jólalagakeppni Rásar tvö fyrr í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 16:46 Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir með verðlaun sín. Vísir/Vilhelm Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Sportpakkinn Sund Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Sjá meira
Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum
Sportpakkinn Sund Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Sjá meira