Sara vann fjórðu greinina og er komin upp í efsta sæti í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 15:45 Sara Sigmundsdóttir var mjög kát í viðtali eftir fjórðu greinina. Skjámynd/Youtube Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun. CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun.
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira