Sport

Anton Sveinn sá fimmti hraðasti í heimi árið 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Mynd/Sundsamband Íslands

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee stóð sig mjög vel á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow í síðustu viku þar sem hann setti sjö Íslandsmet og komst í þrjú úrslitasund.

Anton Sveinn setti að auki tvö Norðurlandamet og náði bestu árangri í 200 metra bringusundi þar sem hann varð fjórði.

Sundsamband Íslands hefur tekið saman stöðu Antons á heims og Evrópulistum eftir frammistöðuna og öll þessi Íslandsmet.

Þar kemur fram að Anton Sveinn hafi hoppað alla leið upp í fimmta sæti heimslistans í sinni bestu grein sem er 200 metra bringusund.

Eftir frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu er Anton Sveinn McKee kominn mjög ofarlega á heimslistum í 25 metra lauginni í sínum greinum.

    Í 50 metra bringusundi er hann 11. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 24. hraðasti frá upphafi.

    Í 100 metra bringusundi er hann 8. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 23. hraðasti frá upphafi.

    Í 200 metra bringusundi er hann 5. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 25. hraðasti frá upphafi.

Á Evrópulistum er hann svo enn ofar.

    Í 500 metra bringusundi er hann 8. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 15. hraðasti frá upphafi.

    Í 100 metra  bringusundi er hann 7. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 15. hraðasti frá upphafi.

    Í 200 metra bringusundi er hann 4. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 14. hraðasti frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×