Katrín Tanja hætt keppni og Sara fimmta eftir fyrsta daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 15:58 Sara Sigmundsdóttir í sundinu í dag. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira