Virðingarleysi að skipa astmasjúklingum úr borginni yfir áramótin Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. desember 2019 12:52 Flugeldaskot getur haft mikil áhrif á líðan astmasjúklinga. vísir/vilhelm Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún. Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún.
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00