Íþróttafréttakona á meðal þeirra sem fórust í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2019 22:43 Carley McCord, íþróttafréttamaður sem lést í slysinu, sést hér til vinstri. Til hægri má sjá mynd frá vettvangi slyssins. Vísir/AP Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira