Íþróttafréttakona á meðal þeirra sem fórust í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2019 22:43 Carley McCord, íþróttafréttamaður sem lést í slysinu, sést hér til vinstri. Til hægri má sjá mynd frá vettvangi slyssins. Vísir/AP Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira