Norskri konu vísað frá Indlandi vegna mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 14:41 Nýju lögunum um ríkisborgararétt hefur verið mótmælt harðlega á Indlandi. Vísir/EPA Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu. Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu.
Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila