Danir fá góðar fréttir af Lasse Svan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 18:45 Lasse Svan Hansen fagnar marki með danska landsliðinu. Getty/Jan Christensen Ellefu af nítján leikmönnum í danska landsliðshópnum í handbolta spila með liðum í Þýskalandi. Danir verða mótherjar Íslendinga í fyrsta leiknum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta í Malmö 11. janúar. Evrópumótið fer núna fram í 14. sinn. Í fyrsta sinn verður keppnin haldin í þremur löndum (Austurríki, Noregi og Svíþjóð) og í fyrsta skiptið verða keppnisliðin 24. Líkt og Guðmundur Guðmundsson er Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana búinn að velja 19 manna hóp en Danir fara með 18 leikmenn til Malmö. Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen meiddist með SG Flensburg-Handewit gegn Ludswigshaven í þýsku Bundesligunni 19. desember og lék ekki síðustu tvo leiki þýska liðsins. Í samtali við Flensburg Avis segist Lasse Svan á góðum batavegi og gerir ráð fyrir því að hann geti spilað á EM. Landsliðsþjálfararnir eru búnir að tilkynna til evrópska handknattleikssambandins nöfn þeirra 28 leikmanna sem geta spilað í keppninni. Sú breyting er einnig á keppninni núna að leyft er að gera fleiri breytingar en áður. Þjálfarnir geta skipt út tveimur leikmönnum í riðlakeppni, tveimur í milliriðlum og einni tveimur leikmönnum úrslitahelgina. Danir koma saman til æfinga á morgun en 11 þeirra sem eru í 19 manna hópnum spila með liðum í Þýskalandi. Átta leikir verða í síðustu umferðinni fyrir EM fríið í Bundesligunni á sunnudag. Danir hafa unnið Evrópumeistaratitilinn tvisvar (2008 og 2012), silfurverðlaun (2014) og þrenn bronsverðlaun (2002, 2004 og 2006).EM hópur DanaMarkverðir Niklas Landin (THW Kiel) Jannick Green (SC Magdeburg)Hornamenn: Magnus Landin (THW Kiel) Magnus Bramming (TTH Holstebro) Lasse Svan Hansen (Flensburg-Handewitt) Hans Lindberg (Füchse Berlin)Línumenn: René Toft Hansen (S.L. Benfica) Magnus Saugstrup (Aalborg Håndbold) Anders Zachariassen (Flensburg-Handewitt)Skyttur og leikstjórnendur Niclas Kirkeløkke (Rhein-Neckar Löwen) Mikkel Hansen (PSG Paris) Henrik Møllgaard (Aalborg Håndbold) Mads Mensah Larsen (Rhein-Neckar Löwen) Rasmus Lauge (Vészprem KC) Morten Olsen (TSV Hannover-Burgdorf) Jacob Holm (Füchse Berlin) Michael Damgaard (SC Magdeburg) Lasse Andersson (FC Barcelona) Nikolaj Øris (Bjerringbro-Silkeborg) EM 2020 í handbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ellefu af nítján leikmönnum í danska landsliðshópnum í handbolta spila með liðum í Þýskalandi. Danir verða mótherjar Íslendinga í fyrsta leiknum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta í Malmö 11. janúar. Evrópumótið fer núna fram í 14. sinn. Í fyrsta sinn verður keppnin haldin í þremur löndum (Austurríki, Noregi og Svíþjóð) og í fyrsta skiptið verða keppnisliðin 24. Líkt og Guðmundur Guðmundsson er Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana búinn að velja 19 manna hóp en Danir fara með 18 leikmenn til Malmö. Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen meiddist með SG Flensburg-Handewit gegn Ludswigshaven í þýsku Bundesligunni 19. desember og lék ekki síðustu tvo leiki þýska liðsins. Í samtali við Flensburg Avis segist Lasse Svan á góðum batavegi og gerir ráð fyrir því að hann geti spilað á EM. Landsliðsþjálfararnir eru búnir að tilkynna til evrópska handknattleikssambandins nöfn þeirra 28 leikmanna sem geta spilað í keppninni. Sú breyting er einnig á keppninni núna að leyft er að gera fleiri breytingar en áður. Þjálfarnir geta skipt út tveimur leikmönnum í riðlakeppni, tveimur í milliriðlum og einni tveimur leikmönnum úrslitahelgina. Danir koma saman til æfinga á morgun en 11 þeirra sem eru í 19 manna hópnum spila með liðum í Þýskalandi. Átta leikir verða í síðustu umferðinni fyrir EM fríið í Bundesligunni á sunnudag. Danir hafa unnið Evrópumeistaratitilinn tvisvar (2008 og 2012), silfurverðlaun (2014) og þrenn bronsverðlaun (2002, 2004 og 2006).EM hópur DanaMarkverðir Niklas Landin (THW Kiel) Jannick Green (SC Magdeburg)Hornamenn: Magnus Landin (THW Kiel) Magnus Bramming (TTH Holstebro) Lasse Svan Hansen (Flensburg-Handewitt) Hans Lindberg (Füchse Berlin)Línumenn: René Toft Hansen (S.L. Benfica) Magnus Saugstrup (Aalborg Håndbold) Anders Zachariassen (Flensburg-Handewitt)Skyttur og leikstjórnendur Niclas Kirkeløkke (Rhein-Neckar Löwen) Mikkel Hansen (PSG Paris) Henrik Møllgaard (Aalborg Håndbold) Mads Mensah Larsen (Rhein-Neckar Löwen) Rasmus Lauge (Vészprem KC) Morten Olsen (TSV Hannover-Burgdorf) Jacob Holm (Füchse Berlin) Michael Damgaard (SC Magdeburg) Lasse Andersson (FC Barcelona) Nikolaj Øris (Bjerringbro-Silkeborg)
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira