Toyota Supra tekin til kostanna á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. desember 2019 07:00 Toyota Supra árgerð 2020. Hraðskreiðari útgáfur eru væntanlegar með tíð og tíma. Vísir/Getty Christian Gebhardt frá Sport Auto tók nýja Toyota Supra til kostanna á hinni frægu Nürburgring braut í Þýskalandi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni. Toyota hóf formlega sölu á fimmtu kynslóðinni af Supra á þessu ári. Supra er framleidd í samstarfi við BMW og byggð á grunni frá þýska framleiðandanum. BMW framleiðir bíl sem heitir BMW Z4 sem er náskyldur Supra. Tíminn sem Gebhardt náði á Supra var 7 mínútur, 52 sekúndur og 17 hundruðustu úr sekúndu. Skemmst er frá því að segja að Supra skákaði, með naumindum BMW M" Competition sem fór hringinn á 7:52,36 í október í fyrra í höndum sama ökumanns. Fyrir rúmum mánuði síðan fór Gebhardt hringinn á 8:04, þá undir stýri á Volkswagen Golf GTI TCR. Það er því óhætt að segja að Supran standi undir því að vera sportbíll. Supra-n sem Gebhardt notaði er grunnútgáfan, ef undanskilin er fjögurra sílendera útgáfa í Japan. Toyta hefur þegar gefið út að ýmsar öflugri útfærslur af Supra verði fáanlegar. Tíminn sem tekur Supra að fara hringinn á Nürburgring ætti því að lækka umtalsvert á næstu árum. Bílar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent
Christian Gebhardt frá Sport Auto tók nýja Toyota Supra til kostanna á hinni frægu Nürburgring braut í Þýskalandi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni. Toyota hóf formlega sölu á fimmtu kynslóðinni af Supra á þessu ári. Supra er framleidd í samstarfi við BMW og byggð á grunni frá þýska framleiðandanum. BMW framleiðir bíl sem heitir BMW Z4 sem er náskyldur Supra. Tíminn sem Gebhardt náði á Supra var 7 mínútur, 52 sekúndur og 17 hundruðustu úr sekúndu. Skemmst er frá því að segja að Supra skákaði, með naumindum BMW M" Competition sem fór hringinn á 7:52,36 í október í fyrra í höndum sama ökumanns. Fyrir rúmum mánuði síðan fór Gebhardt hringinn á 8:04, þá undir stýri á Volkswagen Golf GTI TCR. Það er því óhætt að segja að Supran standi undir því að vera sportbíll. Supra-n sem Gebhardt notaði er grunnútgáfan, ef undanskilin er fjögurra sílendera útgáfa í Japan. Toyta hefur þegar gefið út að ýmsar öflugri útfærslur af Supra verði fáanlegar. Tíminn sem tekur Supra að fara hringinn á Nürburgring ætti því að lækka umtalsvert á næstu árum.
Bílar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent