Bílaframleiðandinn Rivian, sem framleiðir rafknúna bíla, hefur gefið út kynningarmyndband fyrir bílinn R1T sem settur verður á markað seint á næsta ári eða snemma árs 2021. Vakið hefur athygli að bíllinn getur snúist í svokallaðan skriðdrekasnúning.
Rivian fjárfesti 1,3 milljarða Bandaríkjadala í hönnun R1T, sem samsvarar tæpum 160 milljörðum íslenskra króna. R1T er rafknúinn pallbíll en auk hans mun Rivian framleiða R1S sem verður samsvarandi rafjeppi.
Skriðdrekasnúningurinn svokallaði er snúningur á punktinum, það er að bíllinn snýst um miðpunkt síns sjálfs en hann er ekki drifinn áfram eins og bílar gera almennt þegar þeir snúast í hring.
Skriðdrekasnúningurinn er bílnum mögulegur vegna þess að rafmótorinn sem leiðir út í hvert dekk er sjálfstæður. Þeir geta því unnið hver gegn öðrum ef svo má segja. Hreyfinguna er ráðlegt að framkvæma á óbundnu slitlagi. Ef hún er framkvæmd á bundu slitlagi er talið líklegt að eitthvað gefi sig.