15 ára útskurðarsnillingur í Reykjanesbæ: „Ég er hálfgerður meistari“: Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2019 12:00 Þrátt fyrir að Benedikt Máni Möller Birgisson í Reykjanesbæ, sé ekki nema fimmtán ára gamall þá hefur hann náð góðum tökum á að skera út allskonar karla úr birki og ösp. Sýning á jólasveinum og snjókörlum stendur nú yfir á bókasafni ReykjanesbæjarTrékarlarnir hans Benedikts Mána standa í skáp á bókasafninu þar sem gestir og gangandi geta skoðað þá og séð hvað þeir eru vel tálgaðir og fallegir. Benedikt Máni, sem er einhverfur er sjálfmenntaður í faginu, hann byrjaði bara að leika sér að tálga fyrir þremur árum og hefur náð góðum árangri í þessari list sinni.„Ég er eiginlega bara sjálflærður, við pabbi fórum reyndar inn á Youtube til að sjá hvernig ég ætti að halda á hnífnum. Svo eftir það fann ég út úr því hvernig ég á að tálga, ég þarf ekki að læra neitt, ég er hálfgerður meistari því ég tálga svo mikið“, segir Benedikt Máni og bætir við.„Áður fyrr þá skar ég mig rosalega mikið mjög oft en ég er eiginlega hættur því út af því að þegar ég er orðin miklu betri þá sker ég mig miklu minna, ég er alveg hættur að skera mig því ég er búin að æfa mig svo mikið“. Sýning Benedikts Mána stendur yfir í Bókasafni Reykjanesbæjar og hefur vakið mikla athygli þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvaða trjátegundir notar Benedikt Máni í útskurðinum?„Ég nota oft birkitré, það er besta sem ég geri, svo nota ég líka ösp. Ég er ekki bara að tálga jólasveina og snjókarla, ég tálga líka birni, víkinga, hunda,fugla, sverð, hnífa og skartgripi“.Áhugasamir geta farið inn á Facbookarsíðu Benedikts Mána, sem heitir „Tréútskurðaverk Benedikts Mána Möller“ vilji fólk vita meira um hann og hans verk. Benedikt Máni er ekki bara góður að tálga því hann er líka snillingur í að teikna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Reykjanesbær Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þrátt fyrir að Benedikt Máni Möller Birgisson í Reykjanesbæ, sé ekki nema fimmtán ára gamall þá hefur hann náð góðum tökum á að skera út allskonar karla úr birki og ösp. Sýning á jólasveinum og snjókörlum stendur nú yfir á bókasafni ReykjanesbæjarTrékarlarnir hans Benedikts Mána standa í skáp á bókasafninu þar sem gestir og gangandi geta skoðað þá og séð hvað þeir eru vel tálgaðir og fallegir. Benedikt Máni, sem er einhverfur er sjálfmenntaður í faginu, hann byrjaði bara að leika sér að tálga fyrir þremur árum og hefur náð góðum árangri í þessari list sinni.„Ég er eiginlega bara sjálflærður, við pabbi fórum reyndar inn á Youtube til að sjá hvernig ég ætti að halda á hnífnum. Svo eftir það fann ég út úr því hvernig ég á að tálga, ég þarf ekki að læra neitt, ég er hálfgerður meistari því ég tálga svo mikið“, segir Benedikt Máni og bætir við.„Áður fyrr þá skar ég mig rosalega mikið mjög oft en ég er eiginlega hættur því út af því að þegar ég er orðin miklu betri þá sker ég mig miklu minna, ég er alveg hættur að skera mig því ég er búin að æfa mig svo mikið“. Sýning Benedikts Mána stendur yfir í Bókasafni Reykjanesbæjar og hefur vakið mikla athygli þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvaða trjátegundir notar Benedikt Máni í útskurðinum?„Ég nota oft birkitré, það er besta sem ég geri, svo nota ég líka ösp. Ég er ekki bara að tálga jólasveina og snjókarla, ég tálga líka birni, víkinga, hunda,fugla, sverð, hnífa og skartgripi“.Áhugasamir geta farið inn á Facbookarsíðu Benedikts Mána, sem heitir „Tréútskurðaverk Benedikts Mána Möller“ vilji fólk vita meira um hann og hans verk. Benedikt Máni er ekki bara góður að tálga því hann er líka snillingur í að teikna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Reykjanesbær Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira