„Þetta er bara algjör hundsun“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 19:31 Stjórn Landssambands hestamannafélaga segja Samtök íþróttafréttamanna senda kaldar kveðjur til hestamanna. Rut Sigurðardóttir/LH Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“. Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“.
Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00
Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00