Hinir árlegu Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens hefjast klukkan 22 í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu líkt og undanfarin ár og verður þeim útvarpað beint á Bylgjunni.
Þorláksmessutónleikar Bubba eru löngu orðnir stór hluti af jólahefð margra enda er þetta í 33. skiptið sem hann heldur slíka tónleika.
Hægt er að smella hér til þess að hlusta á tónleikana í beinni á Bylgjunni.
Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni útsendingu
