Glænýr bóksölulisti: Arnaldur er kóngurinn og Yrsa drottning en Friðrik Dór er svarti folinn Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 15:45 Arnaldur er kóngurnn, Yrsa drottningin en svarti folinn svokallaður er Friðrik Dór. Þetta er það sem lesa má út úr síðasta bóksölulista fyrir jól. Að venju var góð bóksala þessa síðustu helgi fyrir jól en auðvitað verður spennandi að vita hvort dagurinn í dag muni slá öll met. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, sérfræðingur Vísis í bóksölu sem nú birtir glænýjan bóksölulista. Þetta er listinn sem er mál málanna meðal bókaþjóðarinnar, ekki síst meðal útgefenda og höfunda. Bókin heldur sínu eins og áður sem vinsælasta jólagjöfin. „Þessar síðustu sölutölur Þorláksmessu og aðfangadags lenda bara á árslistanum sem gerður verður í byrjun næsta árs svo líklegt er að uppröðun muni eitthvað breytast á efstu sætum uppsafnaða listans.“ Bryndís segist ekki vita hverju hún eigi að spá um þá sölu sem eftir kann að vera, það fer alltaf svolítið eftir því á hvaða dag vikunnar Þorláksmessa lendir. Bryndís leiðir lesendur Vísis í gegnum refilstigu bóksölunnar en fáir þekkja sig betur þar en hún. „Ef til vill hafa einhverjir lokið sínum gjafainnkaupum um helgina, nú þegar svo skammt er til jóla en þó má allt eins reikna með því að dagurinn í dag slái öll met. Í því góða veðri sem nú er boðið upp á eru alltaf margir sem leggja leið sína í bæinn á Þorláksmessukvöld, svona til að rekast á gamla félaga og koma sér í hátíðarskap. Þá freistast ástríðufyllstu bókaunnendurnir til að grípa eina að tvær bækur með sér, þó ekki væri nema bara fyrir sjálfan sig. Enginn vill enda bókalaus á jólanótt.“ Svarti folinn Friðrik Dór Nefnilega. Arnaldur og Yrsa verma efstu sæti síðasta Bóksölulistans sem gerður verður fyrir jól. „Svörtu folar þessarar síðustu og söluhæstu viku ársins eru Friðrik Dór Jónsson með matreiðslubókina Léttir réttir Frikka sem mörgum að óvörum er nú komin í 8. sæti topplistans. Það verður að teljast frábær árangur og vonandi bara hvatning fyrir Frikka að byrja strax á næstu bók.“ Og sé litið til íslenskra skáldverka, þá er það nýliðinn Dóri DNA sem tekur á stökki fram úr margreyndum og þekktari skáldum í sölu skáldsögu sinnar, Kokkáll. „Árið hefur annars einkennst af kröftugri útgáfu, aldrei hafa fleiri íslensk skáldverk og ljóðabækur verið kynntar í Bókatíðindum og ánægjulegt hefur verið að fylgjast með hversu margir nýliðar eru að spretta fram. Andra Snæ þykir það heldur súrt í broti að almenningur hafi meiri áhuga á keto en bók hans um loftslagsmálin.visir/vilhelm Þetta á líka við í barnabókum, þar sem úrval íslenskra skáldverka hefur aldrei verið jafn mikið og fjölbreytt. Þetta eru sem sagt sannkölluð bókajól,“ segir Bryndís. Kappsfullir höfundar kúgast af keto-inu En, ekkert er ljós án skugga. Þetta sterka íslenska skáldverkaár veldur því að sala og umfjöllun um þær fjölmörgu öndvegis þýðingar sem komið hafa út á árinu hefur ekki orðið jafn mikil og æskilegt hefði verið. „Þá verður líka að segjast eins og er að ævisögurnar hafa oft átt betri daga. Árið 2016 voru til dæmis Heiða fjallabóndi, Ásdís Halla og Laddi öll á topp 10 listanum þessa síðustu viku fyrir jól,“ segir Bryndís og bendir á að ekki sé jafn feitan gölt að flá nú, fyrir ævisagnaritara. Það er kapp í mér að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, jú ég er til í að lúffa fyrir Arnaldi, hann er kóngurinn, og fínt að skáka glæpadrottningu. En að Ketó Hormólausnin verði mest selda bók ársins á Íslandi. Aldrei! pic.twitter.com/KcqckAQb1p— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) December 12, 2019 „Svo strýkur það ef til vill kappsfullum metsöluhöfundum eins og Arnaldi, Andra Snæ og Gunnari Helgasyni öfugt að sjá sjálfa bókmenntaþjóðina taka Keto hormónalausnina, bók Gunnars Más Sigfússonar, fram yfir þeirra bækur í heildarsölu ársins. Holdafarið er kannski ofar í huga almennings en lausn glæpa, hlýnun jarðar og lestrargeta barna,“ segir Bryndís. Og bætir því við að við sjáum til hvernig fari í lok árs þegar bóksalan verður gerð upp. Um listann: Bóksölulistinn, metsölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda, hefur verið tekinn saman allt frá árinu 1995. Listinn mælir sölu íslenskra bóka og er byggður á upplýsingum frá bóksölum, net- og dagdagvöruverslunum sem selja bækur. Þátttakendur í gerð listans eru: A4, Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Þjóðminjasafnsins, Bóksala stúdenta, Bónus, Forlagsverslunin, Hagkaup, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga og Samkaup. Bóksölulistinn 16.-22. desember 2019 Topplistinn – 20 mest seldu titlarnir Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Hvítidauði - Ragnar Jónasson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Kokkáll - Dóri DNA Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Aðventa - Stefán Máni Saknað: íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K .Þorgrímsdóttir Íslensk skáldverk Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Hvítidauði - Ragnar Jónasson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Kokkáll - Dóri DNA Aðventa - Stefán Máni Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir Svínshöfuð - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Stelpur sem ljúga - Eva Björg Ægisdóttir Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis - Sölvi Björn Sigurðsson Delluferðin - Sigrún Pálsdóttir Staða pundsins - Bragi Ólafsson Korngult hár, grá augu - Sjón Boðorðin - Óskar Guðmundsson Vetrargulrætur - Ragna Sigurðardóttir Tími til að tengja - Bjarni Hafþór Helgason Úr myrkrinu - Ragnheiður Gestsdóttir Urðarköttur - Ármann Jakobsson Þýdd skáldverk Hnífur - Jo Nesbø Jólasysturnar - Sarah Morgan Ströndin endalausa - Jenny Colgan Það er fylgst með þér - Mary Higgins Clark Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Gullbúrið - Camilla Läckberg Smásögur heimsins: Afríka - Ýmsir Endurfundirnir - Viveca Sten og Camilla Sten Þú - Caroline Kepnes Síðasta stúlkan - Nadia Murad Ljóð & limrur Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði Til í að vera til - Þórarinn Eldjárn Heimskaut - Gerður Kristný Til þeirra sem málið varðar - Einar Már Guðmundsson Leðurjakkaveður - Fríða Ísberg Edda - Harpa Rún Kristjánsdóttir Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir Mislæg gatnamót - Þórdís Gísladóttir Velkomin - Bubbi Morthens Okfruman - Brynja Hjálmsdóttir Barnabækur - ljóð og skáldverk Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Slæmur pabbi - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Jólasyrpa 2019 - Walt Disney Verstu börn í heimi 3 - David Walliams Gurra grís - ég elska þig mamma - Neville A - Mark B Barnafræði- og handbækur Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Fimmaurabrandarar - Fimmaurabrandarafjelagið Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir Fótboltaspurningar 2019 - Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Spurningabókin 2019 - Guðjón Ingi Eiríksson Ég elska einhyrninga – Unga ástin mín Hvolpasveitin - Fyrsta púslbók - Bókabeitan Brandarar og gátur - Huginn Þór Grétarsson Hvolpasveitin – Leitið og finnið - Bókabeitan Jólaföndur - Unga ástin mín Ungmennabækur Nornin - Hildur Knútsdóttir Ég er svikari - Sif Sigmarsdóttir Fjallaverksmiðja Íslands - Kristín Helga Gunnarsdóttir Ungfrú fótbolti - Brynhildur Þórarinsdóttir Dulmálsmeistarinn - Bobbie Peers Villueyjar - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Hvísl hrafnanna 3 - Malene Sölvsten Þrettán - Friðrik Erlingsson Hin ódauðu - Johan Egerkrans PAX 3 - Útburðurinn - Asa Larsson, Ingela Korsell og Henrik Jonsson Fræði og almennt efni Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Saknað - íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Ég elska þig PIZZA - Haukur Már Gestsson og Brynjar Guðjónsson Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir Úr undirdjúpunum til Íslands - Illugi Jökulsson Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Ævisögur Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsdóttir Bréf til mömmu - Mikael Torfason Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein Óstýrláta mamma mín … og ég - Sæunn Kjartansdóttir Með sigg á sálinni - Einar Kárason Gústi - alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn - Sigurður Ægisson HKL ástarsaga - Pétur Gunnarsson Systa - bernskunnar vegna - Vigdís Grímsdóttir Óstöðvandi : Sara Björk - Magnús Örn Helgason Uppsafnað frá áramótum Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Hvítidauði - Ragnar Jónasson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Bókmenntir Jól Viðskipti Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10 Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Að venju var góð bóksala þessa síðustu helgi fyrir jól en auðvitað verður spennandi að vita hvort dagurinn í dag muni slá öll met. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, sérfræðingur Vísis í bóksölu sem nú birtir glænýjan bóksölulista. Þetta er listinn sem er mál málanna meðal bókaþjóðarinnar, ekki síst meðal útgefenda og höfunda. Bókin heldur sínu eins og áður sem vinsælasta jólagjöfin. „Þessar síðustu sölutölur Þorláksmessu og aðfangadags lenda bara á árslistanum sem gerður verður í byrjun næsta árs svo líklegt er að uppröðun muni eitthvað breytast á efstu sætum uppsafnaða listans.“ Bryndís segist ekki vita hverju hún eigi að spá um þá sölu sem eftir kann að vera, það fer alltaf svolítið eftir því á hvaða dag vikunnar Þorláksmessa lendir. Bryndís leiðir lesendur Vísis í gegnum refilstigu bóksölunnar en fáir þekkja sig betur þar en hún. „Ef til vill hafa einhverjir lokið sínum gjafainnkaupum um helgina, nú þegar svo skammt er til jóla en þó má allt eins reikna með því að dagurinn í dag slái öll met. Í því góða veðri sem nú er boðið upp á eru alltaf margir sem leggja leið sína í bæinn á Þorláksmessukvöld, svona til að rekast á gamla félaga og koma sér í hátíðarskap. Þá freistast ástríðufyllstu bókaunnendurnir til að grípa eina að tvær bækur með sér, þó ekki væri nema bara fyrir sjálfan sig. Enginn vill enda bókalaus á jólanótt.“ Svarti folinn Friðrik Dór Nefnilega. Arnaldur og Yrsa verma efstu sæti síðasta Bóksölulistans sem gerður verður fyrir jól. „Svörtu folar þessarar síðustu og söluhæstu viku ársins eru Friðrik Dór Jónsson með matreiðslubókina Léttir réttir Frikka sem mörgum að óvörum er nú komin í 8. sæti topplistans. Það verður að teljast frábær árangur og vonandi bara hvatning fyrir Frikka að byrja strax á næstu bók.“ Og sé litið til íslenskra skáldverka, þá er það nýliðinn Dóri DNA sem tekur á stökki fram úr margreyndum og þekktari skáldum í sölu skáldsögu sinnar, Kokkáll. „Árið hefur annars einkennst af kröftugri útgáfu, aldrei hafa fleiri íslensk skáldverk og ljóðabækur verið kynntar í Bókatíðindum og ánægjulegt hefur verið að fylgjast með hversu margir nýliðar eru að spretta fram. Andra Snæ þykir það heldur súrt í broti að almenningur hafi meiri áhuga á keto en bók hans um loftslagsmálin.visir/vilhelm Þetta á líka við í barnabókum, þar sem úrval íslenskra skáldverka hefur aldrei verið jafn mikið og fjölbreytt. Þetta eru sem sagt sannkölluð bókajól,“ segir Bryndís. Kappsfullir höfundar kúgast af keto-inu En, ekkert er ljós án skugga. Þetta sterka íslenska skáldverkaár veldur því að sala og umfjöllun um þær fjölmörgu öndvegis þýðingar sem komið hafa út á árinu hefur ekki orðið jafn mikil og æskilegt hefði verið. „Þá verður líka að segjast eins og er að ævisögurnar hafa oft átt betri daga. Árið 2016 voru til dæmis Heiða fjallabóndi, Ásdís Halla og Laddi öll á topp 10 listanum þessa síðustu viku fyrir jól,“ segir Bryndís og bendir á að ekki sé jafn feitan gölt að flá nú, fyrir ævisagnaritara. Það er kapp í mér að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, jú ég er til í að lúffa fyrir Arnaldi, hann er kóngurinn, og fínt að skáka glæpadrottningu. En að Ketó Hormólausnin verði mest selda bók ársins á Íslandi. Aldrei! pic.twitter.com/KcqckAQb1p— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) December 12, 2019 „Svo strýkur það ef til vill kappsfullum metsöluhöfundum eins og Arnaldi, Andra Snæ og Gunnari Helgasyni öfugt að sjá sjálfa bókmenntaþjóðina taka Keto hormónalausnina, bók Gunnars Más Sigfússonar, fram yfir þeirra bækur í heildarsölu ársins. Holdafarið er kannski ofar í huga almennings en lausn glæpa, hlýnun jarðar og lestrargeta barna,“ segir Bryndís. Og bætir því við að við sjáum til hvernig fari í lok árs þegar bóksalan verður gerð upp. Um listann: Bóksölulistinn, metsölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda, hefur verið tekinn saman allt frá árinu 1995. Listinn mælir sölu íslenskra bóka og er byggður á upplýsingum frá bóksölum, net- og dagdagvöruverslunum sem selja bækur. Þátttakendur í gerð listans eru: A4, Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Þjóðminjasafnsins, Bóksala stúdenta, Bónus, Forlagsverslunin, Hagkaup, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga og Samkaup. Bóksölulistinn 16.-22. desember 2019 Topplistinn – 20 mest seldu titlarnir Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Hvítidauði - Ragnar Jónasson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Kokkáll - Dóri DNA Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Aðventa - Stefán Máni Saknað: íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K .Þorgrímsdóttir Íslensk skáldverk Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Hvítidauði - Ragnar Jónasson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Kokkáll - Dóri DNA Aðventa - Stefán Máni Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir Svínshöfuð - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Stelpur sem ljúga - Eva Björg Ægisdóttir Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis - Sölvi Björn Sigurðsson Delluferðin - Sigrún Pálsdóttir Staða pundsins - Bragi Ólafsson Korngult hár, grá augu - Sjón Boðorðin - Óskar Guðmundsson Vetrargulrætur - Ragna Sigurðardóttir Tími til að tengja - Bjarni Hafþór Helgason Úr myrkrinu - Ragnheiður Gestsdóttir Urðarköttur - Ármann Jakobsson Þýdd skáldverk Hnífur - Jo Nesbø Jólasysturnar - Sarah Morgan Ströndin endalausa - Jenny Colgan Það er fylgst með þér - Mary Higgins Clark Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Gullbúrið - Camilla Läckberg Smásögur heimsins: Afríka - Ýmsir Endurfundirnir - Viveca Sten og Camilla Sten Þú - Caroline Kepnes Síðasta stúlkan - Nadia Murad Ljóð & limrur Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði Til í að vera til - Þórarinn Eldjárn Heimskaut - Gerður Kristný Til þeirra sem málið varðar - Einar Már Guðmundsson Leðurjakkaveður - Fríða Ísberg Edda - Harpa Rún Kristjánsdóttir Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir Mislæg gatnamót - Þórdís Gísladóttir Velkomin - Bubbi Morthens Okfruman - Brynja Hjálmsdóttir Barnabækur - ljóð og skáldverk Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Slæmur pabbi - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Jólasyrpa 2019 - Walt Disney Verstu börn í heimi 3 - David Walliams Gurra grís - ég elska þig mamma - Neville A - Mark B Barnafræði- og handbækur Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Fimmaurabrandarar - Fimmaurabrandarafjelagið Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir Fótboltaspurningar 2019 - Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Spurningabókin 2019 - Guðjón Ingi Eiríksson Ég elska einhyrninga – Unga ástin mín Hvolpasveitin - Fyrsta púslbók - Bókabeitan Brandarar og gátur - Huginn Þór Grétarsson Hvolpasveitin – Leitið og finnið - Bókabeitan Jólaföndur - Unga ástin mín Ungmennabækur Nornin - Hildur Knútsdóttir Ég er svikari - Sif Sigmarsdóttir Fjallaverksmiðja Íslands - Kristín Helga Gunnarsdóttir Ungfrú fótbolti - Brynhildur Þórarinsdóttir Dulmálsmeistarinn - Bobbie Peers Villueyjar - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Hvísl hrafnanna 3 - Malene Sölvsten Þrettán - Friðrik Erlingsson Hin ódauðu - Johan Egerkrans PAX 3 - Útburðurinn - Asa Larsson, Ingela Korsell og Henrik Jonsson Fræði og almennt efni Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Saknað - íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Ég elska þig PIZZA - Haukur Már Gestsson og Brynjar Guðjónsson Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir Úr undirdjúpunum til Íslands - Illugi Jökulsson Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Ævisögur Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsdóttir Bréf til mömmu - Mikael Torfason Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein Óstýrláta mamma mín … og ég - Sæunn Kjartansdóttir Með sigg á sálinni - Einar Kárason Gústi - alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn - Sigurður Ægisson HKL ástarsaga - Pétur Gunnarsson Systa - bernskunnar vegna - Vigdís Grímsdóttir Óstöðvandi : Sara Björk - Magnús Örn Helgason Uppsafnað frá áramótum Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Hvítidauði - Ragnar Jónasson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson
Bókmenntir Jól Viðskipti Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10 Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10
Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57
Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15