Ekki hefur verið jafn mikill áhugi á íslenska karlalandsliðinu í handbolta síðan á HM 2007 í Þýskalandi.
Fjölmargir Íslendingar ætla að gera sér ferð til Malmö og fylgjast með landsliðinu á EM 2020. Uppselt er á fyrsta leik Íslands, gegn Danmörku 11. janúar.
„Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir miðar verið pantaðir. Við reiknum með að um 1000 Íslendingar verði á leiknum gegn Dönum. Á hinum tveimur leikjunum verða um 6-700,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.
En hvað skýrir þennan aukna áhuga á landsliðinu?
„Það er margþætt. Liðið er ungt og spennandi og þessa kynslóðaskipti eru að ganga í gegn. Liðið er góðri leið,“ sagði Róbert.
Undirbúningur íslenska liðsins fyrir EM hófst formlega í dag. Hluti hópsins æfði þá í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi.
Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.