„Við vorum reyndar fyrst svolítið skotin í hvort öðru“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. desember 2019 14:00 Ítalski ljósmyndarinn Silvio Palladino flaug frá Flórens til að gera bók með Berglindi Guðmundsdóttir. Samsett mynd „Það má segja að þessi bók sé einskonar uppskeruhátíð vefsíðunnar þar sem hún inniheldur allar bestu uppskriftirnar frá upphafi. Rauði þráðurinn í þeim öllum er samt einfaldleikinn, segir Berglind Guðmundsdóttir sem gaf á dögunum út bók með vinsælustu uppskriftum síðunnar Gulur, rauður, grænn og salt. Bókina gerði hún með góðum vini sínum sem er ljósmyndari á Ítalíu. „Þessi matreiðslubók er fyrir alla sem hafa áhuga á að elda mat nú eða neyðast til þess. Það geta nefnilega allir orðið meistarar í eldhúsinu, þú þarft bara vera með réttu uppskriftirnar.“ Berglind segir að þetta sé falleg og eiguleg bók með bragðgóðum uppskriftum sem allir ráða við að elda. Hugmyndin kviknaði þegar hún var stödd í matvöruverslun. „Ég var að leita af einni af minni uppáhalds uppskriftum, að sjálfsögðu á vef grgs.is. Þá fór ég að hugsa hversu gaman það væri að hafa allar vinsælustu uppskriftirnar samankomnar í einni bók. Ég ræddi þetta við mitt fólk hjá Benedikt bókaútgáfu sem gáfu einnig út síðustu bók, þau tóku vel í þá hugmynd og boltinn rúllaði hratt eftir það.“ Falleg vinátta Hún gaf sér góðan tíma í að gera bókina og segist vera orðin nokkuð sjóuð í þessu, enda ekki hennar fyrsta bók. Eftir góða teymisvinnu varð útkoma sem allir voru sáttir við. „Myndirnar voru teknar í janúar á þessu ári og svo var dúllast við bókina fram eftir árinu. Útkoman er líka eftir því og ég er mjög stolt af henni. Það er svo gaman að hlusta á fólk sem er að fletta bókinni því undantekningarlaust heyri ég vá hvað hún er falleg og uppskriftirnar girnilegar. Ítalski ljósmyndarinn Silvio Palladino flaug frá Flórens til að gera bókina með Berglindi. „Við kynntumst fyrir algjöra tilviljun, ef þær eru þá á annað borð til, í Hull þar sem ég var á viðskiptafundi og hann var þá búsettur þar. Við vorum reyndar fyrst svolítið skotin í hvort öðru en svo er það nú alveg búið og í dag eigum við þessa fallegu vináttu. Að taka myndir fyrir bók er mikil tarnarvinna og það skiptir mig máli að vinna þetta með aðila sem þú treystir og hefur góða nærveru. Við unnum líka bókina sem kom út fyrir tveimur árum síðan saman og það gekk glimrandi svo þetta var ekki erfið ákvörðun. Varðandi stemmninguna finnst mér skipta mestu máli að myndirnar séu í fallegum lit og maturinn fái notið sín – gulur, rauður, grænn og allt það. Svo er alls ekki verra ef þær endurspegla gleði og húmor. Við lékum okkur voðalega mikið í þessum tökum eins og margar myndirnar bera með sér, nema kannski undir það síðasta þegar þreytan er farin að segja til sín. Þá var kannski aðeins minna um húmor og gleði. Þannig að leiðinlegu myndirnar eru teknar síðasta daginn. Nei nei ég segi bara svona.“ Berglind segir að það hafi í raun og veru verið lesendur GulurRauðurGrænn&salt sem völdu uppskriftirnar. „Ég tók þær saman en tölvuforrit síðunnar heldur utan um lesendatölur og allt það sem segir manni hvenær uppskrift slær í gegn. Svo eru margar uppskriftir þarna sem hafa fengið svo mikla jákvæða umfjöllun að það þurfti svo sem ekkert að kíkja á tölur hvað þær varðar. Eitt það erfiðasta við að gera þessa bók var að ákveða hvaða uppskriftum ætti að sleppa. Það er svona það eina. Ég hugsa stundum, æji það hefði nú verið gaman að hafa þessa uppskrift og þessa. Ég veit að þetta er algjör klisja en það er mér lífsins ómögulegt að velja eina uppskrift sem er í uppáhaldi. Bókin inniheldur í raun allar mínar uppáhalds uppskriftir enda þegar ég fletti í gegnum hana með fólki er er ég alltaf að segja þessi er æði og þessi líka og þessi og þessi. En döðupestóið og piparostakjúklingurinn koma alltaf fyrst upp í hugann, kannski út af miklum vinsældum þeirra í gegnum árin. Þær eru orðnar heimsfrægar á Íslandi,“ segir Berglind og hlær. Stolt af þeim sem taka af skarið Henni leiðist allt tal um hvort bækur séu á undanhaldi en hún fær reglulega spurningar um það hvort fólk sé ekki hætt að kaupa bækur eða hvort það sé eitthvað út úr bókaútgáfu að hafa. „Ég hef aðra sýn á þetta og þreytist ekki að segja fólki frá henni. Í fyrsta lagi lít ég svo á að ég sé að styrkja vörumerkið GulurRauðurGrænn&salt með því að gefa út bók. Þú vilt minna á þig og þetta er einn angi þess. Það er mikilvægt að gera ekki bara eitt heldur nálgast markaðssetningu frá mörgum hliðum og vera fjölhæfur. Ætli ég hafi nú ekki lært þetta í náminu í Verslunarskólanum á sínum tíma, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í öðru lagi, þá hef ég virkilega gaman af því að skapa, að leggja vinnu í verkefni eins og bókaútgáfu og fá svo afraksturinn í hendurnar. Það er einstök tilfinning og ég fyllist stolti. Varðandi peningahlutann að þá verður maður nú kannski ekki ríkur af því að gefa út bók á Íslandi en þetta telur alveg eins og allt hitt. Svo er það nú þannig að þrátt fyrir að við notum orðið netið mjög mikið þá er gott að geta gripið í bókina og enn er til fólk sem fer með matreiðslubækur upp í rúm og flettir þeim fyrir svefninn.“ Pláss fyrir alla Berglind segir að sér finnist frábært hversu margar uppskriftabækur komi út fyrir jólin og spáir ekki í því hvort það hafi áhrif á eigin sölutölur. „Ég er svo stolt af þeim sem taka af skarið og margt af þessu fólki eru góðir vinir mínir. Ég veit sjálf hvað það er stórt skref að stíga að ákveða að gefa út bók. Allar þessar hamlandi hugsanir sem koma í kollinn og benda þér á allar ástæður þess að þú eigir ekki að gefa út bók – en þú gerir það samt. Þetta er í raun stórt skref að stíga. Að fara frá því að vera með hugmynd í kollinum í það að framkvæma.“ Hún segist samgleðjast fólki innilega sem gangi vel í sínu og hefur aldrei litið á það sem svo að það sé eitthvað slæmt fyrir sjálfa sig. „Ef ég stend mig vel og geri góða hluti að þá uppsker ég eins og ég sái og það sama á við um aðra. Það er pláss fyrir okkur öll.“ Mynd/Úr einkasafni Mælir með því að giftast sjálfum sér Fjölmiðlar fjölluðu í vetur um brúðkaup Berglindar en eins og kom fram í viðtali í Ísland í dag þá giftist Berglind sjálfri sér á Sikiley. Hún segist aðeins hafa fengið jákvæð viðbrögð við því brúðkaupi. „Enda er maður nú svo lukkulegur að fá yfirleitt bara að heyra það fallega. En auðvitað hefur eflaust mörgum fundist þessi kona stórfurðuleg, sem ég reyndar er, en það er nú önnur saga. En þessi ferð var ólýsanleg í alla staði, uppfull af töfrum, góðu fólki, mat, fallegu og fjölbreyttu umhverfi og allskonar ævintýrum.“ Berglind segir að hún geti einfaldlega ekki mælt nægilega mikið með Sikiley sem áfangastað. „Ég mæli auðvitað mikið með því að giftast sjálfum sér, en þannig rúlla ég bara. En hvort sem þú gerir það eða ekki þá mæli ég með þú komir fram við þig eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Því það er svo margt gott sem gerist þegar við sínum okkur sjálfum væntumþykju og umburðarlyndi.“ Sjónvarpsþáttur á teikniborðinu Næstu vikur verður Berglind að kynna bókina sína ásamt því að sinna uppskriftavefnum sínum og verkefnum tengdum honum. Svo ætlar hún að verða fararstjóri fyrir sælkeraferð á vegum Vita á næsta ári og er virkilega spennt fyrir því ævintýri. „Svo kemur til greina að gera sjónvarpsþátt þar sem ég flakka um heiminn og geri einhverja skandala. En það er enn á viðræðustigi og örugglega leyndó. Annars er ég virkilega spennt að sjá hvað 2020 mun bera í skauti sér. Allt getur gerst og eflaust gerist það víst,“ segir Berglind. Jólin hjá henni eru róleg og afslöppuð. Uppáhalds hefðin er þegar dagur er að kveldi kominn. „Ég get farið í kósýgallann og sökkt mér í góða bók. Það er bara best.“ Berglind stefnir á að elda bæði hreindýrakjöt og einnig humarvefjurnar vinsælu um hátíðarnar. Uppskriftina má finna í nýjustu bók Berglindar en hún deilir þeim hér með lesendum Vísis. Humarvefjur með hvítlauks aioli Franskbrauð Humar, skelflettur Smjör Hvítlaukur Steinselja, fersk Sítrónupipar Hvítlauks Aioli 1 tsk sítrónusafi 1/2 tsk Dijon sinnep 2 stk eggjarauður 180 ml ólífuolía 1/4 tsk salt 1/8 tsk pipar 1 stk hvítlauksgeiri, fínt saxaður Mynd/Silvio Palladino Aðferð Gerið hvítlaukssósuna og setjið hvítlaukinn, sinnepið, eggjarauðuna og sítrónusafann í skál og hrærið vel saman. Hellið ólífuolíunni rólega út í og hrærið stöðugt í. Gott er að setja smá parmesanost út í. Kryddið með salt og pipar. Geymið í kæli. Gerið þá humarvefjurnar. Bræðið smjörið, pressið hvítlaukinn og blandið saman ásamt steinseljunni. Skerið skorpuna af brauðinu og fletjið það út með kökukefli báðu megin svo loftið fari úr því og það sé einfaldara að vefja brauðinu utanum humarinn. Hreinsið humarinn og leggið hann á brauðið. Kryddið með sítrónupiparnum. Vefjið brauðinu utan um humarinn og veltið rúllunum upp úr hvítlauskssmjörinu. Bakið í ofni við 200°C í 10-15 mín. Humar Matur Sjávarréttir Uppskriftir Vefjur Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10 Berglind giftist sjálfri sér á Ítalíu Berglind Guðmundsdóttir fór ein í þriggja vikna ferð til Ítalíu þar sem hún keypti sér brúðarkjól, hring og giftist sjálfri sér. 27. september 2019 10:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Það má segja að þessi bók sé einskonar uppskeruhátíð vefsíðunnar þar sem hún inniheldur allar bestu uppskriftirnar frá upphafi. Rauði þráðurinn í þeim öllum er samt einfaldleikinn, segir Berglind Guðmundsdóttir sem gaf á dögunum út bók með vinsælustu uppskriftum síðunnar Gulur, rauður, grænn og salt. Bókina gerði hún með góðum vini sínum sem er ljósmyndari á Ítalíu. „Þessi matreiðslubók er fyrir alla sem hafa áhuga á að elda mat nú eða neyðast til þess. Það geta nefnilega allir orðið meistarar í eldhúsinu, þú þarft bara vera með réttu uppskriftirnar.“ Berglind segir að þetta sé falleg og eiguleg bók með bragðgóðum uppskriftum sem allir ráða við að elda. Hugmyndin kviknaði þegar hún var stödd í matvöruverslun. „Ég var að leita af einni af minni uppáhalds uppskriftum, að sjálfsögðu á vef grgs.is. Þá fór ég að hugsa hversu gaman það væri að hafa allar vinsælustu uppskriftirnar samankomnar í einni bók. Ég ræddi þetta við mitt fólk hjá Benedikt bókaútgáfu sem gáfu einnig út síðustu bók, þau tóku vel í þá hugmynd og boltinn rúllaði hratt eftir það.“ Falleg vinátta Hún gaf sér góðan tíma í að gera bókina og segist vera orðin nokkuð sjóuð í þessu, enda ekki hennar fyrsta bók. Eftir góða teymisvinnu varð útkoma sem allir voru sáttir við. „Myndirnar voru teknar í janúar á þessu ári og svo var dúllast við bókina fram eftir árinu. Útkoman er líka eftir því og ég er mjög stolt af henni. Það er svo gaman að hlusta á fólk sem er að fletta bókinni því undantekningarlaust heyri ég vá hvað hún er falleg og uppskriftirnar girnilegar. Ítalski ljósmyndarinn Silvio Palladino flaug frá Flórens til að gera bókina með Berglindi. „Við kynntumst fyrir algjöra tilviljun, ef þær eru þá á annað borð til, í Hull þar sem ég var á viðskiptafundi og hann var þá búsettur þar. Við vorum reyndar fyrst svolítið skotin í hvort öðru en svo er það nú alveg búið og í dag eigum við þessa fallegu vináttu. Að taka myndir fyrir bók er mikil tarnarvinna og það skiptir mig máli að vinna þetta með aðila sem þú treystir og hefur góða nærveru. Við unnum líka bókina sem kom út fyrir tveimur árum síðan saman og það gekk glimrandi svo þetta var ekki erfið ákvörðun. Varðandi stemmninguna finnst mér skipta mestu máli að myndirnar séu í fallegum lit og maturinn fái notið sín – gulur, rauður, grænn og allt það. Svo er alls ekki verra ef þær endurspegla gleði og húmor. Við lékum okkur voðalega mikið í þessum tökum eins og margar myndirnar bera með sér, nema kannski undir það síðasta þegar þreytan er farin að segja til sín. Þá var kannski aðeins minna um húmor og gleði. Þannig að leiðinlegu myndirnar eru teknar síðasta daginn. Nei nei ég segi bara svona.“ Berglind segir að það hafi í raun og veru verið lesendur GulurRauðurGrænn&salt sem völdu uppskriftirnar. „Ég tók þær saman en tölvuforrit síðunnar heldur utan um lesendatölur og allt það sem segir manni hvenær uppskrift slær í gegn. Svo eru margar uppskriftir þarna sem hafa fengið svo mikla jákvæða umfjöllun að það þurfti svo sem ekkert að kíkja á tölur hvað þær varðar. Eitt það erfiðasta við að gera þessa bók var að ákveða hvaða uppskriftum ætti að sleppa. Það er svona það eina. Ég hugsa stundum, æji það hefði nú verið gaman að hafa þessa uppskrift og þessa. Ég veit að þetta er algjör klisja en það er mér lífsins ómögulegt að velja eina uppskrift sem er í uppáhaldi. Bókin inniheldur í raun allar mínar uppáhalds uppskriftir enda þegar ég fletti í gegnum hana með fólki er er ég alltaf að segja þessi er æði og þessi líka og þessi og þessi. En döðupestóið og piparostakjúklingurinn koma alltaf fyrst upp í hugann, kannski út af miklum vinsældum þeirra í gegnum árin. Þær eru orðnar heimsfrægar á Íslandi,“ segir Berglind og hlær. Stolt af þeim sem taka af skarið Henni leiðist allt tal um hvort bækur séu á undanhaldi en hún fær reglulega spurningar um það hvort fólk sé ekki hætt að kaupa bækur eða hvort það sé eitthvað út úr bókaútgáfu að hafa. „Ég hef aðra sýn á þetta og þreytist ekki að segja fólki frá henni. Í fyrsta lagi lít ég svo á að ég sé að styrkja vörumerkið GulurRauðurGrænn&salt með því að gefa út bók. Þú vilt minna á þig og þetta er einn angi þess. Það er mikilvægt að gera ekki bara eitt heldur nálgast markaðssetningu frá mörgum hliðum og vera fjölhæfur. Ætli ég hafi nú ekki lært þetta í náminu í Verslunarskólanum á sínum tíma, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í öðru lagi, þá hef ég virkilega gaman af því að skapa, að leggja vinnu í verkefni eins og bókaútgáfu og fá svo afraksturinn í hendurnar. Það er einstök tilfinning og ég fyllist stolti. Varðandi peningahlutann að þá verður maður nú kannski ekki ríkur af því að gefa út bók á Íslandi en þetta telur alveg eins og allt hitt. Svo er það nú þannig að þrátt fyrir að við notum orðið netið mjög mikið þá er gott að geta gripið í bókina og enn er til fólk sem fer með matreiðslubækur upp í rúm og flettir þeim fyrir svefninn.“ Pláss fyrir alla Berglind segir að sér finnist frábært hversu margar uppskriftabækur komi út fyrir jólin og spáir ekki í því hvort það hafi áhrif á eigin sölutölur. „Ég er svo stolt af þeim sem taka af skarið og margt af þessu fólki eru góðir vinir mínir. Ég veit sjálf hvað það er stórt skref að stíga að ákveða að gefa út bók. Allar þessar hamlandi hugsanir sem koma í kollinn og benda þér á allar ástæður þess að þú eigir ekki að gefa út bók – en þú gerir það samt. Þetta er í raun stórt skref að stíga. Að fara frá því að vera með hugmynd í kollinum í það að framkvæma.“ Hún segist samgleðjast fólki innilega sem gangi vel í sínu og hefur aldrei litið á það sem svo að það sé eitthvað slæmt fyrir sjálfa sig. „Ef ég stend mig vel og geri góða hluti að þá uppsker ég eins og ég sái og það sama á við um aðra. Það er pláss fyrir okkur öll.“ Mynd/Úr einkasafni Mælir með því að giftast sjálfum sér Fjölmiðlar fjölluðu í vetur um brúðkaup Berglindar en eins og kom fram í viðtali í Ísland í dag þá giftist Berglind sjálfri sér á Sikiley. Hún segist aðeins hafa fengið jákvæð viðbrögð við því brúðkaupi. „Enda er maður nú svo lukkulegur að fá yfirleitt bara að heyra það fallega. En auðvitað hefur eflaust mörgum fundist þessi kona stórfurðuleg, sem ég reyndar er, en það er nú önnur saga. En þessi ferð var ólýsanleg í alla staði, uppfull af töfrum, góðu fólki, mat, fallegu og fjölbreyttu umhverfi og allskonar ævintýrum.“ Berglind segir að hún geti einfaldlega ekki mælt nægilega mikið með Sikiley sem áfangastað. „Ég mæli auðvitað mikið með því að giftast sjálfum sér, en þannig rúlla ég bara. En hvort sem þú gerir það eða ekki þá mæli ég með þú komir fram við þig eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Því það er svo margt gott sem gerist þegar við sínum okkur sjálfum væntumþykju og umburðarlyndi.“ Sjónvarpsþáttur á teikniborðinu Næstu vikur verður Berglind að kynna bókina sína ásamt því að sinna uppskriftavefnum sínum og verkefnum tengdum honum. Svo ætlar hún að verða fararstjóri fyrir sælkeraferð á vegum Vita á næsta ári og er virkilega spennt fyrir því ævintýri. „Svo kemur til greina að gera sjónvarpsþátt þar sem ég flakka um heiminn og geri einhverja skandala. En það er enn á viðræðustigi og örugglega leyndó. Annars er ég virkilega spennt að sjá hvað 2020 mun bera í skauti sér. Allt getur gerst og eflaust gerist það víst,“ segir Berglind. Jólin hjá henni eru róleg og afslöppuð. Uppáhalds hefðin er þegar dagur er að kveldi kominn. „Ég get farið í kósýgallann og sökkt mér í góða bók. Það er bara best.“ Berglind stefnir á að elda bæði hreindýrakjöt og einnig humarvefjurnar vinsælu um hátíðarnar. Uppskriftina má finna í nýjustu bók Berglindar en hún deilir þeim hér með lesendum Vísis. Humarvefjur með hvítlauks aioli Franskbrauð Humar, skelflettur Smjör Hvítlaukur Steinselja, fersk Sítrónupipar Hvítlauks Aioli 1 tsk sítrónusafi 1/2 tsk Dijon sinnep 2 stk eggjarauður 180 ml ólífuolía 1/4 tsk salt 1/8 tsk pipar 1 stk hvítlauksgeiri, fínt saxaður Mynd/Silvio Palladino Aðferð Gerið hvítlaukssósuna og setjið hvítlaukinn, sinnepið, eggjarauðuna og sítrónusafann í skál og hrærið vel saman. Hellið ólífuolíunni rólega út í og hrærið stöðugt í. Gott er að setja smá parmesanost út í. Kryddið með salt og pipar. Geymið í kæli. Gerið þá humarvefjurnar. Bræðið smjörið, pressið hvítlaukinn og blandið saman ásamt steinseljunni. Skerið skorpuna af brauðinu og fletjið það út með kökukefli báðu megin svo loftið fari úr því og það sé einfaldara að vefja brauðinu utanum humarinn. Hreinsið humarinn og leggið hann á brauðið. Kryddið með sítrónupiparnum. Vefjið brauðinu utan um humarinn og veltið rúllunum upp úr hvítlauskssmjörinu. Bakið í ofni við 200°C í 10-15 mín.
Humar Matur Sjávarréttir Uppskriftir Vefjur Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10 Berglind giftist sjálfri sér á Ítalíu Berglind Guðmundsdóttir fór ein í þriggja vikna ferð til Ítalíu þar sem hún keypti sér brúðarkjól, hring og giftist sjálfri sér. 27. september 2019 10:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10
Berglind giftist sjálfri sér á Ítalíu Berglind Guðmundsdóttir fór ein í þriggja vikna ferð til Ítalíu þar sem hún keypti sér brúðarkjól, hring og giftist sjálfri sér. 27. september 2019 10:30