Bestu leikir ársins 2019 Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2019 10:45 Enn eitt árið er nú að enda komið og þá er vert að fara yfir þá tölvuleiki sem hafa skarað fram úr á þessu ári. Það er óhætt að segja að þetta ár hafi að mörgu leyti verið magurt. Undirritaður varð allavega með vonbrigðum með þó nokkra leiki sem fyrir þóttu efnilegir. Það var þó eitthvað um óslípaða demanta og aðra leiki sem komu verulega á óvart. Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð. Resident Evil 2 Capcom endurgerði hinn klassíska Resident Evil 2 með gífurlegum árangri. Þau Leon Scott og Claire Redfield fóru hrottalega með brækurnar mínar í byrjun ársins og því finnst mér vert að hafa leikinn á þessum lista. „Það helsta sem segja má um endurgerðina af Resident Evil 2 er að hún er hrollvekjandi. Allavega fyrir mitt leyti. Hönnun leiksins er frábær og hljóðið einnig en bæði er hannað til að koma niður á öryggistilfinningu spilara. Ég tók mig til og poppaði eitt kvöldið sem ég var að spila og var búinn að gleyma því þegar ég settist niður aftur. Þegar poppið byrjaði að poppa og ég var á óþægilegum stað í leiknum, fór ég í tveggja sekúnda panik og hélt að einhver væri kominn inn til að drepa mig, áður en ég mundi að ég hefði sett örbylgjuofninn af stað um það bil hálfri mínútu áður,“ skrifaði ég um leikinn.Sjá einnig: Reynt að eyðileggja fínar brækur Ég komst aldrei yfir þessa tilfinningu í RE2 og það þykir mér til marks um góðan leik. Þó það hafi verið margt sem fór gífurlega í taugarnar á mér. The Outer Worlds Outer Worlds kom verulega á óvart og er skemmtilegur hlutverka/skotleikur sem inniheldur engin microtransactions og ekkert kjaftæði. Hann er framleiddur af Obsidian ,sömu aðilum og gerðu Fallout: New Vegas og KOTOR 2 og ber leikurinn þess keim. The Outer Worlds gerist í hliðarveruleika árið 2355. Stór fyrirtæki ráða nánast öllu og eru farin að leggja fjarlæg sólkerfi undir sig. Spilara setja sig í spor aðila sem var fluttur frá jörðinni ásamt fjölda annarra til Halcyon sólkerfisins. Flutningaskipið lendir þó í vandræðum og allir farþegar þess eru frosnir í tæpa öld.Sjá einnig: Góður leikur og ekkert kjaftæði„Ég veit að ég á eftir að spila þennan leik oft. Ég byrjaði á því að spila hetju en næst hugsa ég að ég spili drullusokk, hagi mér eins og fáviti og lumbri á öllum sem pirra mig. Það verður gaman,“ skrifaði ég í umfjöllun minni um leikinn Star Wars Jedi: Fallen Order Fallen order sannaði heldur betur að það er vel hægt að gera einspilunarleik í söguheimi Star Wars. Síðasti einspilunarleikurinn í SW-heiminum var Force Unleashed 2 sem kom út árið 2010 og því ansi langt síðan við fengum góðan Star Wars leik í þeim flokki, þó FU2 eigi ekki heima þar. Fallen Order gerist fimm árum eftir Revenge of the Sith og íbúar stjörnuþokunnar fjarlægu eru að aðlagast nýjum veruleika undir Keisaraveldinu. Spilarar setja sig í spor Cal Kestis, fyrrverandi Padawan, sem lifði hina alræmdu „Skipun 66“ af á sínum tíma. Síðan þá hefur hann verið í felum en aðstæður breytast og hann þarf að fara á flótta undan útsendurum keisaraveldisins og rannsóknardómurum Darth Vader.Sjá einnig: Góðir hlutir gerast hægtÞað er margra grasa að kenna í Fallen Order. Leikurinn ber keim af Uncharted seríunni, Tomb Raider, Dark Souls og ýmsum öðrum. Þetta kemur allt vel saman þó FO sé ekkert endilega að feta ótroðnar slóðir. Metro Exodus Þriðji leikur Metro seríunnar færir söguna úr neðanjarðarlestarkerfi Moskvu og þvert yfir allt Rússland, með góðum árangri. Artyom, hin mállausa söguhetja fyrri leikjanna, hættir lífi og limum til að reyna að ná sambandi við umheiminn. Í rúm tuttugu ár hefur hann og aðrir íbúar neðanjarðarlestakerfis Moskvu staðið í þeirri trú að þau séu þau einu sem lifðu af en Artyom efast nú um að svo geti í raun verið. Það reynist rétt hjá honum og Artyom og félagar hans ferðast um Rússland á lest í leit að nýju heimili.Sjá einnig: Skemmtilegur en ekki gallalaus leikurHver viðkomustaður Artyom og félaga er stórt opið svæði þar sem spilarar geta nálgast verkefni Artyom eftir eigin höfði. Það hentar leiknum mjög vel en fyrri leikirnir voru mun línulegri en Exodus. Það er ef til vill undarlegt að segja það en Rússland lítur mjög vel út eftir kjarnorkustyrjöld. John Wick Hex John Wick Hex á í raun ekki skilið að vera á þessum lista. Þetta er indie-leikur sem bíður ekki upp á góða grafík eða einhver flottheit. Hann er þó rosalega skemmtilegur og kom mér mjög á óvart. þó leikurinn sé tiltölulega stuttur en spilarar þurfa að stýra John Wick, launmorðingjanum fræga, í gegnum borð sem innihalda fjölda mismunandi óvini.Sjá einnig: Óhefðbundin sýn á launmorðingjann frægaÞað væri ef til vill réttara að lýsa leiknum sem stafrænu borðspili, sem ætlað er að fanga taktík kvikmyndanna en ekki hasarinn. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu en þeir sem teknir voru fyrir á Leikjavísi. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Control Leikurinn Control kom að miklu leyti eins og þruma úr heiðskíru lofti og naut mikillar hylli fyrir skemmtilega spilun og góða sögu. Framleiðendur Control eru þeir sömu og gerðu Max Payne leikina, Alan Wake og Quantum Break. Control fjallar um hana Jesse sem er að leita að bróður sínum og telur leynilega stofnun sem á að verja heiminn gegnum dularfullum ógnum hafa rænt honum. Eins og gengur og gerist í tölvuleikjum gengur það erfiðlega fyrir sig að finna bróðir hennar og hafa dularfullar lífverur úr annarri vídd gert árás á stofnunina. Jesse þarf svo að bjarga heiminum. Devil May Cry 5 Fimmti leikurinn í hinni víðfrægu Devil May Cry seríu naut mikilla vinsælda á árinu. Í stuttu máli sagt fjallar DMC5 um þá Nero, V og Dante og baráttur þeirra við djöfulinn Urizen og hjarðir hans af drýslum og annars konar skrímslum. Í leikjum sem þessum skiptir sagan samt í rauninni litlu sem engu máli. Það sem skiptir máli eru skemmtilegir bardagar, góð grafík, góð spilun og skemmtanagildi þar sem spilarar spæna sig í gegnum óteljandi óvini og nokkra endakalla. Miðað við móttökur gagnrýnenda og spilara þá heppnaðist það vel í DMC5. Sekiro Shadows Die Twice From Software, sem eru hvað þekktastir fyrir Souls-seríuna, gáfu í ár út leikinn Sekiro Shadows Die Twice. Hann gerist á sextándu öld í Japan þar sem skrímsli og galdrar eru víða og maður spilar sem Wolf. Hann er svokallaður Shinobi (beisiklí ninja) og þarf að bjarga ungum lávarði sínum úr mikilli hættu og slátra óvinum hans, sem eru margir. Í byrjun leiksins kemur lítið meira fram en það, sem er þó mun meira en maður fékk að vita í fyrri leikjum From Software. Gagnrýnendur misstu flestir vitið yfir þessum leik. Eins og Souls-leikirnir er hann erfiður og krefjandi. Untitled Goose Game Untitled Goose Game er án efa óvæntasti smellur ársins. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar leikurinn um þjófótta gæs, sem er eiginlega drullusokkur, og ævintýri hennar, ef svo má að orði komast. Að mestu er markmið þessarar gæsar að vera pirrandi. Hún stelur nánast öllu sem hún sér og pirrar fólk að vild. Það er mesta furða að enginn skuli skjóta hana. Apex Legends Fjölspilunarleikurinn Apex Legends hefur notið mikilla vinsælda á árinu. Um er að ræða hraðan skotleik þar sem margir spilarar keppast um það hver/jir stendur/standa síðastur/síðastir eftir, svokallað Battle Royale. Fjölmargir sambærilegir leikir hafa stungið upp kollinum á undanförnum árum en Apex skipaði sér fljótt sess meðal þeirra vinsælustu og þá að mestu vegna skemmtilegrar spilunar. Disco Elysium Disco Elysium er óhefðbundinn hlutverkaleikur sem féll svo sannarlega í kramið hjá jafnt gagnrýnendum og spilurum. Spilarar setja sig í spor einkaspæjara í borginni Revachol. Þessi einkaspæjari datt svo heiftarlega í það að hann gleymdi hver hann er og þar að auki þarf hann að leysa morðgátu. Leikurinn er frábrugðum öðrum hlutverkaleikjum þar sem lítið sem ekkert er um bardaga í Disco Elysium. Í staðinn þurfa spilarar að leysa ráðgátur og ræða við íbúa. Disco Elysium þykir einkar fyndinn, skemmtilegur, áhugaverður og er stútfullur af möguleikum. Fréttir ársins 2019 Leikjavísir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Enn eitt árið er nú að enda komið og þá er vert að fara yfir þá tölvuleiki sem hafa skarað fram úr á þessu ári. Það er óhætt að segja að þetta ár hafi að mörgu leyti verið magurt. Undirritaður varð allavega með vonbrigðum með þó nokkra leiki sem fyrir þóttu efnilegir. Það var þó eitthvað um óslípaða demanta og aðra leiki sem komu verulega á óvart. Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð. Resident Evil 2 Capcom endurgerði hinn klassíska Resident Evil 2 með gífurlegum árangri. Þau Leon Scott og Claire Redfield fóru hrottalega með brækurnar mínar í byrjun ársins og því finnst mér vert að hafa leikinn á þessum lista. „Það helsta sem segja má um endurgerðina af Resident Evil 2 er að hún er hrollvekjandi. Allavega fyrir mitt leyti. Hönnun leiksins er frábær og hljóðið einnig en bæði er hannað til að koma niður á öryggistilfinningu spilara. Ég tók mig til og poppaði eitt kvöldið sem ég var að spila og var búinn að gleyma því þegar ég settist niður aftur. Þegar poppið byrjaði að poppa og ég var á óþægilegum stað í leiknum, fór ég í tveggja sekúnda panik og hélt að einhver væri kominn inn til að drepa mig, áður en ég mundi að ég hefði sett örbylgjuofninn af stað um það bil hálfri mínútu áður,“ skrifaði ég um leikinn.Sjá einnig: Reynt að eyðileggja fínar brækur Ég komst aldrei yfir þessa tilfinningu í RE2 og það þykir mér til marks um góðan leik. Þó það hafi verið margt sem fór gífurlega í taugarnar á mér. The Outer Worlds Outer Worlds kom verulega á óvart og er skemmtilegur hlutverka/skotleikur sem inniheldur engin microtransactions og ekkert kjaftæði. Hann er framleiddur af Obsidian ,sömu aðilum og gerðu Fallout: New Vegas og KOTOR 2 og ber leikurinn þess keim. The Outer Worlds gerist í hliðarveruleika árið 2355. Stór fyrirtæki ráða nánast öllu og eru farin að leggja fjarlæg sólkerfi undir sig. Spilara setja sig í spor aðila sem var fluttur frá jörðinni ásamt fjölda annarra til Halcyon sólkerfisins. Flutningaskipið lendir þó í vandræðum og allir farþegar þess eru frosnir í tæpa öld.Sjá einnig: Góður leikur og ekkert kjaftæði„Ég veit að ég á eftir að spila þennan leik oft. Ég byrjaði á því að spila hetju en næst hugsa ég að ég spili drullusokk, hagi mér eins og fáviti og lumbri á öllum sem pirra mig. Það verður gaman,“ skrifaði ég í umfjöllun minni um leikinn Star Wars Jedi: Fallen Order Fallen order sannaði heldur betur að það er vel hægt að gera einspilunarleik í söguheimi Star Wars. Síðasti einspilunarleikurinn í SW-heiminum var Force Unleashed 2 sem kom út árið 2010 og því ansi langt síðan við fengum góðan Star Wars leik í þeim flokki, þó FU2 eigi ekki heima þar. Fallen Order gerist fimm árum eftir Revenge of the Sith og íbúar stjörnuþokunnar fjarlægu eru að aðlagast nýjum veruleika undir Keisaraveldinu. Spilarar setja sig í spor Cal Kestis, fyrrverandi Padawan, sem lifði hina alræmdu „Skipun 66“ af á sínum tíma. Síðan þá hefur hann verið í felum en aðstæður breytast og hann þarf að fara á flótta undan útsendurum keisaraveldisins og rannsóknardómurum Darth Vader.Sjá einnig: Góðir hlutir gerast hægtÞað er margra grasa að kenna í Fallen Order. Leikurinn ber keim af Uncharted seríunni, Tomb Raider, Dark Souls og ýmsum öðrum. Þetta kemur allt vel saman þó FO sé ekkert endilega að feta ótroðnar slóðir. Metro Exodus Þriðji leikur Metro seríunnar færir söguna úr neðanjarðarlestarkerfi Moskvu og þvert yfir allt Rússland, með góðum árangri. Artyom, hin mállausa söguhetja fyrri leikjanna, hættir lífi og limum til að reyna að ná sambandi við umheiminn. Í rúm tuttugu ár hefur hann og aðrir íbúar neðanjarðarlestakerfis Moskvu staðið í þeirri trú að þau séu þau einu sem lifðu af en Artyom efast nú um að svo geti í raun verið. Það reynist rétt hjá honum og Artyom og félagar hans ferðast um Rússland á lest í leit að nýju heimili.Sjá einnig: Skemmtilegur en ekki gallalaus leikurHver viðkomustaður Artyom og félaga er stórt opið svæði þar sem spilarar geta nálgast verkefni Artyom eftir eigin höfði. Það hentar leiknum mjög vel en fyrri leikirnir voru mun línulegri en Exodus. Það er ef til vill undarlegt að segja það en Rússland lítur mjög vel út eftir kjarnorkustyrjöld. John Wick Hex John Wick Hex á í raun ekki skilið að vera á þessum lista. Þetta er indie-leikur sem bíður ekki upp á góða grafík eða einhver flottheit. Hann er þó rosalega skemmtilegur og kom mér mjög á óvart. þó leikurinn sé tiltölulega stuttur en spilarar þurfa að stýra John Wick, launmorðingjanum fræga, í gegnum borð sem innihalda fjölda mismunandi óvini.Sjá einnig: Óhefðbundin sýn á launmorðingjann frægaÞað væri ef til vill réttara að lýsa leiknum sem stafrænu borðspili, sem ætlað er að fanga taktík kvikmyndanna en ekki hasarinn. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu en þeir sem teknir voru fyrir á Leikjavísi. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Control Leikurinn Control kom að miklu leyti eins og þruma úr heiðskíru lofti og naut mikillar hylli fyrir skemmtilega spilun og góða sögu. Framleiðendur Control eru þeir sömu og gerðu Max Payne leikina, Alan Wake og Quantum Break. Control fjallar um hana Jesse sem er að leita að bróður sínum og telur leynilega stofnun sem á að verja heiminn gegnum dularfullum ógnum hafa rænt honum. Eins og gengur og gerist í tölvuleikjum gengur það erfiðlega fyrir sig að finna bróðir hennar og hafa dularfullar lífverur úr annarri vídd gert árás á stofnunina. Jesse þarf svo að bjarga heiminum. Devil May Cry 5 Fimmti leikurinn í hinni víðfrægu Devil May Cry seríu naut mikilla vinsælda á árinu. Í stuttu máli sagt fjallar DMC5 um þá Nero, V og Dante og baráttur þeirra við djöfulinn Urizen og hjarðir hans af drýslum og annars konar skrímslum. Í leikjum sem þessum skiptir sagan samt í rauninni litlu sem engu máli. Það sem skiptir máli eru skemmtilegir bardagar, góð grafík, góð spilun og skemmtanagildi þar sem spilarar spæna sig í gegnum óteljandi óvini og nokkra endakalla. Miðað við móttökur gagnrýnenda og spilara þá heppnaðist það vel í DMC5. Sekiro Shadows Die Twice From Software, sem eru hvað þekktastir fyrir Souls-seríuna, gáfu í ár út leikinn Sekiro Shadows Die Twice. Hann gerist á sextándu öld í Japan þar sem skrímsli og galdrar eru víða og maður spilar sem Wolf. Hann er svokallaður Shinobi (beisiklí ninja) og þarf að bjarga ungum lávarði sínum úr mikilli hættu og slátra óvinum hans, sem eru margir. Í byrjun leiksins kemur lítið meira fram en það, sem er þó mun meira en maður fékk að vita í fyrri leikjum From Software. Gagnrýnendur misstu flestir vitið yfir þessum leik. Eins og Souls-leikirnir er hann erfiður og krefjandi. Untitled Goose Game Untitled Goose Game er án efa óvæntasti smellur ársins. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar leikurinn um þjófótta gæs, sem er eiginlega drullusokkur, og ævintýri hennar, ef svo má að orði komast. Að mestu er markmið þessarar gæsar að vera pirrandi. Hún stelur nánast öllu sem hún sér og pirrar fólk að vild. Það er mesta furða að enginn skuli skjóta hana. Apex Legends Fjölspilunarleikurinn Apex Legends hefur notið mikilla vinsælda á árinu. Um er að ræða hraðan skotleik þar sem margir spilarar keppast um það hver/jir stendur/standa síðastur/síðastir eftir, svokallað Battle Royale. Fjölmargir sambærilegir leikir hafa stungið upp kollinum á undanförnum árum en Apex skipaði sér fljótt sess meðal þeirra vinsælustu og þá að mestu vegna skemmtilegrar spilunar. Disco Elysium Disco Elysium er óhefðbundinn hlutverkaleikur sem féll svo sannarlega í kramið hjá jafnt gagnrýnendum og spilurum. Spilarar setja sig í spor einkaspæjara í borginni Revachol. Þessi einkaspæjari datt svo heiftarlega í það að hann gleymdi hver hann er og þar að auki þarf hann að leysa morðgátu. Leikurinn er frábrugðum öðrum hlutverkaleikjum þar sem lítið sem ekkert er um bardaga í Disco Elysium. Í staðinn þurfa spilarar að leysa ráðgátur og ræða við íbúa. Disco Elysium þykir einkar fyndinn, skemmtilegur, áhugaverður og er stútfullur af möguleikum.
Fréttir ársins 2019 Leikjavísir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira