Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 18:45 Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor. Orkumál Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira