Vita ekki enn af hverju maður hóf skothríð í kirkju í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2019 00:01 Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. AP/Yffy Yossifor Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira