Honda e forsýning Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. desember 2019 07:00 Honda e verður forsýndur í Honda sal Öskju fyrsta laugardag á nýju ári. Vísir/Honda Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. Það verður mikið um dýrðir á Fosshálsinum 4. janúar því ofursportbíllinn Honda NSX verður einnig til sýnis á sýningunni. Honda e verður nýjasta viðbótin í úrval rafbíla á Íslandi. Honda e er 154 hestafla rafbíll og togið 315 Nm sem skilar tafarlausri og þýðri hröðun án gírskiptinga. Akstursdrægi Honda e er allt að 220 km. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á rafhlöðu á 30 mínútum. Honda e einstaklega lipur bíll og beygjuhringurinn er einungis 4,3 metrar. Handfrjáls bílastæða aðstoð Honda gerir mögulegt að leggja í jafnvel þrengstu bílastæði. „Honda e er tæknivæddur og snjall bíll. Hægt er að eiga samskipti við hann með My Honda+ appinu í gegnum snjallsíma. Stafrænt mælaborð í fullri breidd heldur ökumanni upplýstum, býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. Honda e er búinn háskerpumyndavélum sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins,“ segir í tilkynningu frá Öskju. „Það verður vatn á myllu bílaáhugafólks að koma í Honda salinn 4. janúar því þá verður einnig hinn nýi og magnaði ofursportbíll NSX frumsýndur,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Öskju. Honda NSX verður einnig til sýnis næsta laugardag að Fosshálsi 1.Vísir/Honda NSX er tengiltvinnbíll með 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og þremur rafmótorum. Þetta er gríðarlega aflmikill sportbíll. Tengiltvinnvélin skilar bílnum 573 hestöflum og hann er aðeins 3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraðinn er 319 km/klst. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Honda á Íslandi en fyrirtækið tók við umboðinu í nóvember síðastliðnum. Honda er þar með þriðji bílaframleiðandinn sem Askja hefur umboð fyrir er Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Kia. Bílar Tengdar fréttir Askja heldur upp á komu Honda Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16. 21. nóvember 2019 14:00 Askja tekur formlega við Honda umboðinu Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. 6. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent
Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. Það verður mikið um dýrðir á Fosshálsinum 4. janúar því ofursportbíllinn Honda NSX verður einnig til sýnis á sýningunni. Honda e verður nýjasta viðbótin í úrval rafbíla á Íslandi. Honda e er 154 hestafla rafbíll og togið 315 Nm sem skilar tafarlausri og þýðri hröðun án gírskiptinga. Akstursdrægi Honda e er allt að 220 km. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á rafhlöðu á 30 mínútum. Honda e einstaklega lipur bíll og beygjuhringurinn er einungis 4,3 metrar. Handfrjáls bílastæða aðstoð Honda gerir mögulegt að leggja í jafnvel þrengstu bílastæði. „Honda e er tæknivæddur og snjall bíll. Hægt er að eiga samskipti við hann með My Honda+ appinu í gegnum snjallsíma. Stafrænt mælaborð í fullri breidd heldur ökumanni upplýstum, býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. Honda e er búinn háskerpumyndavélum sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins,“ segir í tilkynningu frá Öskju. „Það verður vatn á myllu bílaáhugafólks að koma í Honda salinn 4. janúar því þá verður einnig hinn nýi og magnaði ofursportbíll NSX frumsýndur,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Öskju. Honda NSX verður einnig til sýnis næsta laugardag að Fosshálsi 1.Vísir/Honda NSX er tengiltvinnbíll með 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og þremur rafmótorum. Þetta er gríðarlega aflmikill sportbíll. Tengiltvinnvélin skilar bílnum 573 hestöflum og hann er aðeins 3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraðinn er 319 km/klst. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Honda á Íslandi en fyrirtækið tók við umboðinu í nóvember síðastliðnum. Honda er þar með þriðji bílaframleiðandinn sem Askja hefur umboð fyrir er Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Kia.
Bílar Tengdar fréttir Askja heldur upp á komu Honda Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16. 21. nóvember 2019 14:00 Askja tekur formlega við Honda umboðinu Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. 6. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent
Askja heldur upp á komu Honda Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16. 21. nóvember 2019 14:00
Askja tekur formlega við Honda umboðinu Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. 6. nóvember 2019 14:00