Norskir handboltaáhugamenn tóku gleði sína í dag þegar ljóst var að stórskyttan Magnus Abelvik Rød yrði klár í slaginn á Evrópumótinu í handbolta í næsta mánuði.
Norðmenn mæta Bosníumönnum í 1. leiknum 10. janúar og spila síðan við Frakka og Portúgala. D-riðillinn er spilaður í Þrándheimi. Rød er örvhent skytta og spilar með Flensburg sem er í þriðja sæti þýsku Bundesligunnar.
Hinn 22 ára Rød meiddist á mjöðm í desember og flest benti til þess að hann missti af Evrópumótinu. Rød sló í gegn á HM í janúar, skoraði 43 mörk og var næst markahæstur þegar Norðmenn komust í úrslit en töpuðu þar fyrir Dönum.
Kent Robin Tönnesen leikmaður Veszprem í Ungverjalandi, sem spilar sömu stöðu og Rød, er meiddur. Línumaðurinn og fyrirliðinn Bjarte Myrhol er veikur og missir af Evrópumótinu.
Hér má sjá 17 manna hóp Norðmanna.
Markverðir:
Torbjørn S. Bergerud, SG Flensburg-Handewitt
Espen Christensen, GWD Minden
Kristian Sæverås, Aalborg Håndbold
Línumenn:
Magnus Gullerud, GWD Minden
Petter Øverby, HC Erlangen
Hægri hornamenn:
Kristian Bjørnsen, HSG Wetzlar
Kevin M. Gulliksen, GWD Minden
Vinstri hornamenn:
Alexander Blonz, Elverum
Magnus Jøndal, SG Flensburg-Handewitt
Miðjumenn:
Sander A. Øverjordet, Haslum HK
Sander Sagosen, Paris Saint-Germain Handball
Christian O’Sullivan, SC Magdeburg
Vinstri skyttur:
William Aar, Kolstad
Gøran Johannessen, SG Flensburg-Handewitt
Hægri skyttur:
Harald Reinkind, THW Kiel
Magnus Abelvik Rød, SG Flensburg-Handewitt
Eivind Tangen, Skjern Håndbold.
Norska stórskyttan klár í slaginn | Sautján manna hópur Norðmanna
