Samkeppniseftirlitið rannsakar viðskipti með bréf Brims Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 09:09 Guðmundur Kristjánsson sagði skilið við forstjórastöðuna hjá Brimi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samkeppnisyfirlitið hyggst rannsaka „hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf,“ eins og það er orðað í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar í gærkvöld. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að umrædd viðskipti hafi verið „þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga.“ Við rannsókn sína myndi Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni í andstöðu við samkeppnislög. Sjá einnig: Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Samhliða þessari yfirlýsingu tilkynnti Samkeppniseftirlitið Brimi að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. í október í fyrra. Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma var stærsti hluthafinn í báðum félögunum bróðir Guðmundar Kristjánssonar, þáverandi forstjóra Brims. Guðmundur ákvað að segja skilið við forstjórastöðuna í liðinni viku vegna persónulegra ástæðna en mun þó áfram sitja í stjórn félagsins. Hann er þó eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa Brims, fyrrnefnds Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem fer með tæplega 45 prósent hlut í útgerðarfélaginu. Guðmundur taldi ekki tímabært að tjá sig nánar um persónulegu ástæðurnar fyrir því að hann ákvað að stíga úr stóli forstjóra. Hann ætti jafnvel von á að senda frá sér tilkynningu vegna þessa innan tíðar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Samkeppnisyfirlitið hyggst rannsaka „hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf,“ eins og það er orðað í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar í gærkvöld. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að umrædd viðskipti hafi verið „þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga.“ Við rannsókn sína myndi Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni í andstöðu við samkeppnislög. Sjá einnig: Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Samhliða þessari yfirlýsingu tilkynnti Samkeppniseftirlitið Brimi að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. í október í fyrra. Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma var stærsti hluthafinn í báðum félögunum bróðir Guðmundar Kristjánssonar, þáverandi forstjóra Brims. Guðmundur ákvað að segja skilið við forstjórastöðuna í liðinni viku vegna persónulegra ástæðna en mun þó áfram sitja í stjórn félagsins. Hann er þó eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa Brims, fyrrnefnds Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem fer með tæplega 45 prósent hlut í útgerðarfélaginu. Guðmundur taldi ekki tímabært að tjá sig nánar um persónulegu ástæðurnar fyrir því að hann ákvað að stíga úr stóli forstjóra. Hann ætti jafnvel von á að senda frá sér tilkynningu vegna þessa innan tíðar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira