Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:55 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundinum í dag. lögreglan Tveggja metra nándarreglan mun ekki vera ófrjávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. Baðst hann afsökunar á því. Þórólfur sagði svo að tveggja metra regluna mætti skilgreina sem hluta af einstaklingsbundnum smit- og sýkingarvörnum, það er að einstaklingar reyni eftir fremsta megni að halda tveggja metra regluna og þá sérstaklega viðkvæmir einstaklingar. „Þetta er það sem ég hef átt við undanfarna daga og átt við um tveggja metra regluna þannig að hún verði örugglega við lýði út árið, þá á ég við þessa einstaklingsbundnu tveggja metra nándarreglu,“ sagði Þórólfur. Síðan væri það sú skilgreining á reglunni að hún væri krafa sem opinberir aðilar setja á ýmsa starfsemi og stofnanir svo viðskiptavinir og einstaklingar geti notið reglunnar eins og hægt er. Þetta hafi verið auglýst og skilgreint í auglýsingu heilbrigðisráðherra í tengslum við fyrstu tilslakanir á samkomubanni. „Þegar afléttingu vindur fram og leyfðir verða stærri hópar þá er ljóst að almennt verður slakað á þessari reglu. Hins vegar er líklegt að í auglýsingu ráðherra á næstu vikum og mánuðum verði staðarhöldurum gert að tryggja að hægt verði að bjóða einstaklingum, og sérstaklega viðkvæmum einstaklingum, tveggja metra nándarregluna. Þannig verður tveggja metra reglan ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi,“ sagði Þórólfur. Þannig væri hægt að setja af stað ýmis konar starfsemi ef starfsemin uppfyllir allar þarfir og kröfur með tilliti til tveggja metra reglunnar. Tónleikahald gæti hafist 25. maí Þórólfur var spurður að því á fundinum hvort að það yrði þá hægt að halda tónleika eftir 25. maí þannig að fólk sitji þéttar á meðan þeim sem vilja er boðið að vera í tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. „Já, það var einmitt það sem ég var að reyna að útskýra áðan, það eru svona þessi opinberu viðburðir og staðir og starfsemi þar sem auglýsing og beiðni yfirvalda mun verða þannig væntanlega að það verður örugglega ekki hægt að viðhalda þessari tveggja metra reglu alltaf en það verður kannski gerð sú krafa að einstaklingar geti fengið þessa reglu uppfyllta, sérstaklega viðkvæmir hópar," sagði Þórólfur. Aðspurð hvort tónleikahaldarar gætu þar af leiðandi farið að skipuleggja tónleika sem yrðu þá eftir 25. maí svaraði Þórólfur játandi. Tilmæli en ekki regla Þá var Þórólfur jafnframt spurður hvort að tveggja metra reglan væru tilmæli eða regla. „Þetta eru tilmæli. Við erum ekki með reglur á þann veg að við erum ekki með fólk til þess að fylgja því eftir hvort fólk er að fara eftir þessu. Við erum ekki með eftirlit á því hvort fólk er að spritta á sér hendurnar og geri það rétt eða þvoi sér um hendurnar. Þannig höfum við náð þessum árangri vegna þess að við erum með tilmæli og fólk hefur tekið það upp, við erum ekki með boð og bönn,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri alveg ljóst að það væri hægt að halda tónleika og hátíðir. „En við erum að benda á og reyna að skýra út þessa tveggja metra og ég vona að mér hafi tekist það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Tveggja metra nándarreglan mun ekki vera ófrjávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. Baðst hann afsökunar á því. Þórólfur sagði svo að tveggja metra regluna mætti skilgreina sem hluta af einstaklingsbundnum smit- og sýkingarvörnum, það er að einstaklingar reyni eftir fremsta megni að halda tveggja metra regluna og þá sérstaklega viðkvæmir einstaklingar. „Þetta er það sem ég hef átt við undanfarna daga og átt við um tveggja metra regluna þannig að hún verði örugglega við lýði út árið, þá á ég við þessa einstaklingsbundnu tveggja metra nándarreglu,“ sagði Þórólfur. Síðan væri það sú skilgreining á reglunni að hún væri krafa sem opinberir aðilar setja á ýmsa starfsemi og stofnanir svo viðskiptavinir og einstaklingar geti notið reglunnar eins og hægt er. Þetta hafi verið auglýst og skilgreint í auglýsingu heilbrigðisráðherra í tengslum við fyrstu tilslakanir á samkomubanni. „Þegar afléttingu vindur fram og leyfðir verða stærri hópar þá er ljóst að almennt verður slakað á þessari reglu. Hins vegar er líklegt að í auglýsingu ráðherra á næstu vikum og mánuðum verði staðarhöldurum gert að tryggja að hægt verði að bjóða einstaklingum, og sérstaklega viðkvæmum einstaklingum, tveggja metra nándarregluna. Þannig verður tveggja metra reglan ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi,“ sagði Þórólfur. Þannig væri hægt að setja af stað ýmis konar starfsemi ef starfsemin uppfyllir allar þarfir og kröfur með tilliti til tveggja metra reglunnar. Tónleikahald gæti hafist 25. maí Þórólfur var spurður að því á fundinum hvort að það yrði þá hægt að halda tónleika eftir 25. maí þannig að fólk sitji þéttar á meðan þeim sem vilja er boðið að vera í tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. „Já, það var einmitt það sem ég var að reyna að útskýra áðan, það eru svona þessi opinberu viðburðir og staðir og starfsemi þar sem auglýsing og beiðni yfirvalda mun verða þannig væntanlega að það verður örugglega ekki hægt að viðhalda þessari tveggja metra reglu alltaf en það verður kannski gerð sú krafa að einstaklingar geti fengið þessa reglu uppfyllta, sérstaklega viðkvæmir hópar," sagði Þórólfur. Aðspurð hvort tónleikahaldarar gætu þar af leiðandi farið að skipuleggja tónleika sem yrðu þá eftir 25. maí svaraði Þórólfur játandi. Tilmæli en ekki regla Þá var Þórólfur jafnframt spurður hvort að tveggja metra reglan væru tilmæli eða regla. „Þetta eru tilmæli. Við erum ekki með reglur á þann veg að við erum ekki með fólk til þess að fylgja því eftir hvort fólk er að fara eftir þessu. Við erum ekki með eftirlit á því hvort fólk er að spritta á sér hendurnar og geri það rétt eða þvoi sér um hendurnar. Þannig höfum við náð þessum árangri vegna þess að við erum með tilmæli og fólk hefur tekið það upp, við erum ekki með boð og bönn,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri alveg ljóst að það væri hægt að halda tónleika og hátíðir. „En við erum að benda á og reyna að skýra út þessa tveggja metra og ég vona að mér hafi tekist það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira