Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2020 15:43 Merkel kanslari á blaðamannafundi eftir fjarfund hennar með leiðtogum sextán sambandslanda Þýskalands í dag. Sambandslandsstjórarnir samþykktu að taka ábyrgð á hvenær slakað yrði á takmörkunum vegna faraldursins. Vísir/EPA Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53
Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23