Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2020 15:43 Merkel kanslari á blaðamannafundi eftir fjarfund hennar með leiðtogum sextán sambandslanda Þýskalands í dag. Sambandslandsstjórarnir samþykktu að taka ábyrgð á hvenær slakað yrði á takmörkunum vegna faraldursins. Vísir/EPA Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53
Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23