Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2020 22:35 Efsta brekkan Dýrafjarðarmegin rudd. Mynd/Haukur Sigurðsson. Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43