Lygileg saga um samskipti Þorsteins og Kraftwerk Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Þorsteinn hefur staðið fyrir heilum helling af tónleikum hér á landi síðustu ár. Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“ Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“
Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira