Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 17:33 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Skeljungur hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Greint var frá því í gær að starfshlutfall um helmings starfsmanna Skeljungs hefði verið lækkað og þeir settir á svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda. Stjórnendum félagsins reiknaðist til í samtali við Stundina að hlutabótagreiðslur til starfsmanna í apríl hafi numið um 6 til 7 millljónum króna. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Í tilkynningu Skeljungs, sem Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, sendi fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag, er vísað í umrædda fjölmiðlaumfjöllun. Að athuguðu máli telji Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið. „Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“ Fyrirtækin Össur og Hagar hafa einnig nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. Mjög hefur borið á gagnrýni á þessa stefnu. ASÍ sendi til að mynda frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar. Sagði í ályktuninni að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kvaðst jafnframt í dag verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleiðina. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Skeljungur hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Greint var frá því í gær að starfshlutfall um helmings starfsmanna Skeljungs hefði verið lækkað og þeir settir á svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda. Stjórnendum félagsins reiknaðist til í samtali við Stundina að hlutabótagreiðslur til starfsmanna í apríl hafi numið um 6 til 7 millljónum króna. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Í tilkynningu Skeljungs, sem Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, sendi fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag, er vísað í umrædda fjölmiðlaumfjöllun. Að athuguðu máli telji Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið. „Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“ Fyrirtækin Össur og Hagar hafa einnig nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. Mjög hefur borið á gagnrýni á þessa stefnu. ASÍ sendi til að mynda frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar. Sagði í ályktuninni að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kvaðst jafnframt í dag verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleiðina. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08