Dusty deildarmeistari Vodafone-deildarinnar Ólafur Hrafn Steinarsson skrifar 7. maí 2020 20:00 Dusty Counter Strike liðið Dusty tryggði sér í gær deildarmeistaratitil Vodafone Deildarinnar í rafíþróttum með 2-0 sigri á Fylki í æsispennandi viðureign. Fylkir voru taplausir fyrir leikinn og Dusty aðeins með eitt tap og því var allt undir þegar liðin mættust í gærkvöldi í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Fyrirkomulagið í keppninni var þannig að annað liðið þurfti að vera á undan að vinna tvo leiki til að tryggja sér sigur, og kallast þetta “best of 3” sería. Leikur 1 - Overpass Fyrsti leikurinn var spilaður á borði sem kallast Overpass og var það valið af Dusty. Dusty byrjuðu betur en Fylkismenn létu ekki draga úr sér og tóku stjórnina á leiknum í seinni hluta fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 9 lotur fyrir Fylki en 6 fyrir Dusty. Það var þó eins og þjálfari Dusty manna hafi haldið eldræðu yfir þeim í hálfleik en í seinni hálfleik slepptu Dusty aldrei takinu á leiknum og tryggðu sér sigur í fyrsta borðinu með 16 lotum á móti 10. Leikur 2 - Vertigo Leikur númer tvö var spilaður á borði sem kallast Vertigo og var það valið af Fylki. Aftur byrjuðu Dusty betur en Fylkir fylgdu fast á eftir og var staðan nokkuð jöfn þangað til í lok fyrri hálfleiks, en þá náðu Dusty að sigla aðeins framúr. Staðan í hálfleik var 9 lotur gegn 6 Dusty í vil. Seinni hálfleikur leiksins var sennilega einn mest spennandi hálfleikur í sögu Counter Strike á Íslandi og komu Dusty menn sér snemma í 12 lotur og vantaði bara 4 lotur uppá að fara með sigur í þessu borði, seríunni og deildinni allri, en þá svöruðu Fylkismenn fyrir sig og náðu að jafna leikinn í stöðunni 13-13. Fylkir komust síðan yfir í fyrsta sinn í langan tíma í leiknum og vantaði eina lotu uppá að tryggja framlengingu og tækifæri á að spila þriðja og síðasta borðið í seríunni. En það var að lokum Dusty sem náði að klára síðustu tvær loturnar og tryggja sér sigurinn og deildarmeistaratitilinn í Vodafone-deildinni. Klippa: Fylkir vs. Dusty - Vodafone-deildin Næst á dagskrá er Stórmót Vodafone í CS:GO og League of Legends sem hefst helgina 16. og 17. maí. Skráning í mótið er opin og er hægt að skrá sig á síðunni challengermode.com/s/RISI. Vodafone-deildin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti
Counter Strike liðið Dusty tryggði sér í gær deildarmeistaratitil Vodafone Deildarinnar í rafíþróttum með 2-0 sigri á Fylki í æsispennandi viðureign. Fylkir voru taplausir fyrir leikinn og Dusty aðeins með eitt tap og því var allt undir þegar liðin mættust í gærkvöldi í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Fyrirkomulagið í keppninni var þannig að annað liðið þurfti að vera á undan að vinna tvo leiki til að tryggja sér sigur, og kallast þetta “best of 3” sería. Leikur 1 - Overpass Fyrsti leikurinn var spilaður á borði sem kallast Overpass og var það valið af Dusty. Dusty byrjuðu betur en Fylkismenn létu ekki draga úr sér og tóku stjórnina á leiknum í seinni hluta fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 9 lotur fyrir Fylki en 6 fyrir Dusty. Það var þó eins og þjálfari Dusty manna hafi haldið eldræðu yfir þeim í hálfleik en í seinni hálfleik slepptu Dusty aldrei takinu á leiknum og tryggðu sér sigur í fyrsta borðinu með 16 lotum á móti 10. Leikur 2 - Vertigo Leikur númer tvö var spilaður á borði sem kallast Vertigo og var það valið af Fylki. Aftur byrjuðu Dusty betur en Fylkir fylgdu fast á eftir og var staðan nokkuð jöfn þangað til í lok fyrri hálfleiks, en þá náðu Dusty að sigla aðeins framúr. Staðan í hálfleik var 9 lotur gegn 6 Dusty í vil. Seinni hálfleikur leiksins var sennilega einn mest spennandi hálfleikur í sögu Counter Strike á Íslandi og komu Dusty menn sér snemma í 12 lotur og vantaði bara 4 lotur uppá að fara með sigur í þessu borði, seríunni og deildinni allri, en þá svöruðu Fylkismenn fyrir sig og náðu að jafna leikinn í stöðunni 13-13. Fylkir komust síðan yfir í fyrsta sinn í langan tíma í leiknum og vantaði eina lotu uppá að tryggja framlengingu og tækifæri á að spila þriðja og síðasta borðið í seríunni. En það var að lokum Dusty sem náði að klára síðustu tvær loturnar og tryggja sér sigurinn og deildarmeistaratitilinn í Vodafone-deildinni. Klippa: Fylkir vs. Dusty - Vodafone-deildin Næst á dagskrá er Stórmót Vodafone í CS:GO og League of Legends sem hefst helgina 16. og 17. maí. Skráning í mótið er opin og er hægt að skrá sig á síðunni challengermode.com/s/RISI.
Vodafone-deildin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti