Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. maí 2020 20:21 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar. Skjáskot/Stöð 2 Forstjóri Festar ehf. gerir ekki ráð fyrir að félagið hætti við að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. Hann áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið Össur er á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Skeljungur skilaði um 900 milljónum í rekstrarhagnað og greiddi hluthöfum 600 milljónir í arð. Um 50% starfsmanna hafði farið á hlutabótaúrræði stjórnvalda en forstjórinn tilkynnti svo á sjötta tímanum í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf og endurgreiða Vinnumálastofnun. Ekki er búið að birta ársfjórðungsuppgjör Haga en fyrirtækið hefur ellefu sinnum nýtt heimild af síðasta aðalfundi um kaup á eigin hlutabréfum, samtals að upphæð um hálfum milljarði. Fyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum frá eignarhaldsfélaginu Festi, sem rekur Krónuna, N1, Elko og Bakkann, er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins á árinu verði 7,3 milljarðar króna. Hjá Festi var ákveðið að fresta arðgreiðslum upp á 600 milljónir þangað til í september og stjórnendur fá ekki umsamda kaupauka. Um 5,5 prósent starfsfólks var sett á hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Nýta leiðina aðeins þar sem þurfti að loka Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar var inntur eftir því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hvort ekki væri óþarfi að fyrirtæki, sem gerði ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði á árinu, nýti sér umrædda hlutabótaleið. Hann kvað svo ekki vera. „Nei, vegna þess að þegar hlutabótaleiðin kemur upp sem úrræði hjá ríkinu nýtum við þetta bara þar sem við þurfum að loka eða þrengja starfsemi út af ákvörðun sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðherra, eins og í Leifsstöð með Elko-búðina okkar,“ sagði Eggert. „Við viljum tryggja ráðningasambandið við þetta frábæra fólk og þess vegna nýtum við okkur þessa leið.“ Hversu mikið hefur starfsfólk fengið greitt úr ríkissjóði? „Við gerum ráð fyrir að á þessu tímabili séu þetta um 40 milljónir. Og þetta eru um 5,5 prósent af heildarstöðufjölda.“ Þá gerði Eggert ekki ráð fyrir að fyrirtækið færi að fordæmi Skeljungs og hætti við að nýta sér hlutabótaleiðina. „Ég geri ekki ráð fyrir því vegna þess að þetta er algjörlega gert þar sem við höfum þurft að loka út af ákvörðun sóttvarnalæknis. Þannig að við erum ekki að nota þetta á skrifstofunni eða svoleiðis, þar sem gengur vel. Þannig að, nei, við gerum ekki ráð fyrir því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Forstjóri Festar ehf. gerir ekki ráð fyrir að félagið hætti við að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. Hann áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið Össur er á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Skeljungur skilaði um 900 milljónum í rekstrarhagnað og greiddi hluthöfum 600 milljónir í arð. Um 50% starfsmanna hafði farið á hlutabótaúrræði stjórnvalda en forstjórinn tilkynnti svo á sjötta tímanum í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf og endurgreiða Vinnumálastofnun. Ekki er búið að birta ársfjórðungsuppgjör Haga en fyrirtækið hefur ellefu sinnum nýtt heimild af síðasta aðalfundi um kaup á eigin hlutabréfum, samtals að upphæð um hálfum milljarði. Fyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum frá eignarhaldsfélaginu Festi, sem rekur Krónuna, N1, Elko og Bakkann, er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins á árinu verði 7,3 milljarðar króna. Hjá Festi var ákveðið að fresta arðgreiðslum upp á 600 milljónir þangað til í september og stjórnendur fá ekki umsamda kaupauka. Um 5,5 prósent starfsfólks var sett á hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Nýta leiðina aðeins þar sem þurfti að loka Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar var inntur eftir því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hvort ekki væri óþarfi að fyrirtæki, sem gerði ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði á árinu, nýti sér umrædda hlutabótaleið. Hann kvað svo ekki vera. „Nei, vegna þess að þegar hlutabótaleiðin kemur upp sem úrræði hjá ríkinu nýtum við þetta bara þar sem við þurfum að loka eða þrengja starfsemi út af ákvörðun sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðherra, eins og í Leifsstöð með Elko-búðina okkar,“ sagði Eggert. „Við viljum tryggja ráðningasambandið við þetta frábæra fólk og þess vegna nýtum við okkur þessa leið.“ Hversu mikið hefur starfsfólk fengið greitt úr ríkissjóði? „Við gerum ráð fyrir að á þessu tímabili séu þetta um 40 milljónir. Og þetta eru um 5,5 prósent af heildarstöðufjölda.“ Þá gerði Eggert ekki ráð fyrir að fyrirtækið færi að fordæmi Skeljungs og hætti við að nýta sér hlutabótaleiðina. „Ég geri ekki ráð fyrir því vegna þess að þetta er algjörlega gert þar sem við höfum þurft að loka út af ákvörðun sóttvarnalæknis. Þannig að við erum ekki að nota þetta á skrifstofunni eða svoleiðis, þar sem gengur vel. Þannig að, nei, við gerum ekki ráð fyrir því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00
Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24
Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33