„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2020 12:00 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir forgangsmál að aðstoða viðskiptavini gegnum kreppuna. Bankarnir séu hluti af lausninni nú en ekki vandamálinu. Vísir/Einar Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21
Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15