Topp 5 hefst í kvöld: Baldur, Hörður og Pedersen segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2020 13:00 Patrick Pedersen segir frá fimm uppáhalds mörkunum sínum í Topp 5 á Stöð 2 Sport í kvöld. Ný þáttaröð hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Hún nefnist Topp 5 og er í umsjá Guðmundar Benediktssonar. Þættirnir eru sex talsins og eru alltaf á dagskrá á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn sín fimm uppáhalds mörkin á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Baldur Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Patrick Pedersen um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Baldur ræða um mark sem hann skoraði fyrir Keflavík í leik gegn FH 2006. Klippa: Topp 5 - Baldur Sig Baldur Sigurðsson (fæddur 1985) hefur verið í hópi bestu leikmanna efstu deildar á Íslandi um langt árabil. Hann er úr Mývatnssveit en hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi á Húsavík. Árið 2005 gekk Baldur í raðir Keflavíkur þar sem hann lék í þrjú ár. Hann varð bikarmeistari með Keflvíkingum 2006. Eftir tvö ár hjá Bryne í Noregi fór Baldur til KR 2009. Hann lék með KR í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Baldur fór til SønderjyskE í Danmörku 2015 og lék með liðinu eitt ár áður en hann fór til Stjörnunnar. Hann varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu 2018. Baldur svo í raðir FH í vetur. Baldur, eða Smalinn eins og hann er oft kallaður, hefur leikið 251 leik í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Baldur skoraði í bikarúrslitaleikjunum 2006, 2011 og 2012. Baldur hefur leikið þrjá A-landsleiki. Hörður Sveinsson (fæddur 1983) er Keflvíkingur og hefur leikið með liðinu nánast allan sinn feril. Hann varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og skoraði í úrslitaleiknum gegn KA. Tímabilið 2005 fékk Hörður bronsskóinn og var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Eftir það fór hann til Silkeborg í Danmörku. Eftir að hafa leikið þar og með Tromsø í Noregi kom hann heim fyrir tímabilið 2008 þar sem Keflavík var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Hörður lék með Keflavík til 2017 ef frá er talið eitt tímabil í Val. Síðustu tvö ár hefur Hörður leikið með Reyni í Sandgerði. Hörður hefur leikið 189 leiki í efstu deild og skorað 58 mörk. Hann hefur einu sinni orðið bikarmeistari. Patrick Pedersen (fæddur 1991) er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið á Íslandi. Hann hóf ferilinn með Vendsyssel í heimalandinu (Danmörku) en kom fyrst til Íslands 2013 þegar hann var lánaður til Vals seinni hluta tímabils. Hann lék svo með Val 2014 og 2015. Síðara tímabilið varð hann bikarmeistari og markakóngur. Pedersen gekk í raðir Vålerenga í Noregi 2016 og lék með liðinu í eitt og hálft tímabil. Hann kom aftur til Vals um mitt sumar 2017 og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari. Tímabilið 2018 varð Pedersen aftur Íslandsmeistari með Val, markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar. Eftir stutt stopp hjá Sheriff Tiraspol í Moldóvu kom hann aftur til Vals um mitt síðasta tímabil. Pedersen hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur tvisvar sinnum orðið markakóngur efstu deildar (2015 og 2018). Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Ný þáttaröð hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Hún nefnist Topp 5 og er í umsjá Guðmundar Benediktssonar. Þættirnir eru sex talsins og eru alltaf á dagskrá á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn sín fimm uppáhalds mörkin á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Baldur Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Patrick Pedersen um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Baldur ræða um mark sem hann skoraði fyrir Keflavík í leik gegn FH 2006. Klippa: Topp 5 - Baldur Sig Baldur Sigurðsson (fæddur 1985) hefur verið í hópi bestu leikmanna efstu deildar á Íslandi um langt árabil. Hann er úr Mývatnssveit en hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi á Húsavík. Árið 2005 gekk Baldur í raðir Keflavíkur þar sem hann lék í þrjú ár. Hann varð bikarmeistari með Keflvíkingum 2006. Eftir tvö ár hjá Bryne í Noregi fór Baldur til KR 2009. Hann lék með KR í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Baldur fór til SønderjyskE í Danmörku 2015 og lék með liðinu eitt ár áður en hann fór til Stjörnunnar. Hann varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu 2018. Baldur svo í raðir FH í vetur. Baldur, eða Smalinn eins og hann er oft kallaður, hefur leikið 251 leik í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Baldur skoraði í bikarúrslitaleikjunum 2006, 2011 og 2012. Baldur hefur leikið þrjá A-landsleiki. Hörður Sveinsson (fæddur 1983) er Keflvíkingur og hefur leikið með liðinu nánast allan sinn feril. Hann varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og skoraði í úrslitaleiknum gegn KA. Tímabilið 2005 fékk Hörður bronsskóinn og var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Eftir það fór hann til Silkeborg í Danmörku. Eftir að hafa leikið þar og með Tromsø í Noregi kom hann heim fyrir tímabilið 2008 þar sem Keflavík var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Hörður lék með Keflavík til 2017 ef frá er talið eitt tímabil í Val. Síðustu tvö ár hefur Hörður leikið með Reyni í Sandgerði. Hörður hefur leikið 189 leiki í efstu deild og skorað 58 mörk. Hann hefur einu sinni orðið bikarmeistari. Patrick Pedersen (fæddur 1991) er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið á Íslandi. Hann hóf ferilinn með Vendsyssel í heimalandinu (Danmörku) en kom fyrst til Íslands 2013 þegar hann var lánaður til Vals seinni hluta tímabils. Hann lék svo með Val 2014 og 2015. Síðara tímabilið varð hann bikarmeistari og markakóngur. Pedersen gekk í raðir Vålerenga í Noregi 2016 og lék með liðinu í eitt og hálft tímabil. Hann kom aftur til Vals um mitt sumar 2017 og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari. Tímabilið 2018 varð Pedersen aftur Íslandsmeistari með Val, markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar. Eftir stutt stopp hjá Sheriff Tiraspol í Moldóvu kom hann aftur til Vals um mitt síðasta tímabil. Pedersen hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur tvisvar sinnum orðið markakóngur efstu deildar (2015 og 2018).
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira