Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:40 Vafalítið verða margir Íselndingar sem leggja leið sína norðu í Mývatnssveit í sumar. Vísir/Vilhelm Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira