Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2020 20:45 Bréf Air Atlanta til flugmanna félagsins þar sem þeim eru boðin lægri kjör, valkvætt vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. Ríflega hundrað flugmenn voru með kjarasamning við Air Atlanta. í byrjun apríl fengu flugmenn bréf frá Air Atlanta undirritað af forstjóra félagsins og formanni Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þar kemur fram að félagið hafi fengið tímabundna undanþágu frá FÍA vegna kórónuveirufaraldursins. Þátttaka flugmanna í undanþágunni sé valkvæð. Fjórir kostir voru í boði: Flugmenn skerði laun um fimmtung og haldi óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Flugmenn haldi óskertum launum og vinni 27% umfram vinnuskyldu 21/21 kerfisins eða 19 daga í mánuði án þess að slíkt myndi dagaskuld við flugmanninn. Flugmenn fari með með starfshlutfall niður í allt að 25% og halda sig heima, óunnir dagar geti verið nýttir síðar af hálfu félagsins samkvæmt samkomulagi. Mismunandi útfærslur af hlutastarfaleið verða gerðar aðgengilegar fyrir flugmenn. Þjálfunarflugmenn afsali sér þjálfunarálagi frá og með 1. maí 2020 og því gildi ekki hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnafrestur eins og hann kemur fyrir í kjarasamningi.Undanþágan gildir frá 1. apríl til 31. maí og er ekki fordæmisgefandi. Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að tekjur félagsins hafi dregist saman um 50% milli ára og því hafi kjör stjórnenda og annarra starfsmanna verið skert.Vísir/Sigurjón Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að farþegaflug hafi alveg lagst niður, það hafi verið megintekjulind félagsins og því þurfi að skera niður kostnað. „Það voru sex flugmenn sem ákváðu að fara á hlutabótaleið stjórnvalda en um hundrað ákváðu að halda óbreyttum launum og vinna meira,“ segir Baldvin. Aðspurður um hvort það sé þá ekki næg vinna fyrir alla flugmenninna svarar Baldvin. „Við tókum þá leið að við leitum til allra til að hagræða hjá félaginu. Misjafnar leiðir henta ólíkum aðilum. Við erum með starfsfólk og flugmenn sem eru með langveik börn og annað og eiga þá erfitt með að fara út í þrjár vikur og koma svo heim og fara í sóttkví í tvær vikur,“ segir Baldvin. Aukin eftirspurn er eftir fraktflugi í heiminum og hefur það aukist hjá félaginu. Það er 50% aukning á fraktflugi hjá félaginu frá því í fyrra. En það skýrist fyrst og fremst af því að við erum með sex vélar núna í stað fjögurra í fyrra. Fraktflugið hefur sannarlega aukist en heildartekjutap félagsins er samt sem áður í kringum 50%,“ segir Baldvin. Baldvin segir að allir stjórnendur hafi tekið á sig launalækkanir og þá séu alls 60 starfsmenn fyrirtækisins á hlutabótaleið stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Air Atlanta Tengdar fréttir Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. 6. maí 2020 07:18 Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. 5. maí 2020 23:30 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. Ríflega hundrað flugmenn voru með kjarasamning við Air Atlanta. í byrjun apríl fengu flugmenn bréf frá Air Atlanta undirritað af forstjóra félagsins og formanni Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þar kemur fram að félagið hafi fengið tímabundna undanþágu frá FÍA vegna kórónuveirufaraldursins. Þátttaka flugmanna í undanþágunni sé valkvæð. Fjórir kostir voru í boði: Flugmenn skerði laun um fimmtung og haldi óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Flugmenn haldi óskertum launum og vinni 27% umfram vinnuskyldu 21/21 kerfisins eða 19 daga í mánuði án þess að slíkt myndi dagaskuld við flugmanninn. Flugmenn fari með með starfshlutfall niður í allt að 25% og halda sig heima, óunnir dagar geti verið nýttir síðar af hálfu félagsins samkvæmt samkomulagi. Mismunandi útfærslur af hlutastarfaleið verða gerðar aðgengilegar fyrir flugmenn. Þjálfunarflugmenn afsali sér þjálfunarálagi frá og með 1. maí 2020 og því gildi ekki hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnafrestur eins og hann kemur fyrir í kjarasamningi.Undanþágan gildir frá 1. apríl til 31. maí og er ekki fordæmisgefandi. Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að tekjur félagsins hafi dregist saman um 50% milli ára og því hafi kjör stjórnenda og annarra starfsmanna verið skert.Vísir/Sigurjón Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að farþegaflug hafi alveg lagst niður, það hafi verið megintekjulind félagsins og því þurfi að skera niður kostnað. „Það voru sex flugmenn sem ákváðu að fara á hlutabótaleið stjórnvalda en um hundrað ákváðu að halda óbreyttum launum og vinna meira,“ segir Baldvin. Aðspurður um hvort það sé þá ekki næg vinna fyrir alla flugmenninna svarar Baldvin. „Við tókum þá leið að við leitum til allra til að hagræða hjá félaginu. Misjafnar leiðir henta ólíkum aðilum. Við erum með starfsfólk og flugmenn sem eru með langveik börn og annað og eiga þá erfitt með að fara út í þrjár vikur og koma svo heim og fara í sóttkví í tvær vikur,“ segir Baldvin. Aukin eftirspurn er eftir fraktflugi í heiminum og hefur það aukist hjá félaginu. Það er 50% aukning á fraktflugi hjá félaginu frá því í fyrra. En það skýrist fyrst og fremst af því að við erum með sex vélar núna í stað fjögurra í fyrra. Fraktflugið hefur sannarlega aukist en heildartekjutap félagsins er samt sem áður í kringum 50%,“ segir Baldvin. Baldvin segir að allir stjórnendur hafi tekið á sig launalækkanir og þá séu alls 60 starfsmenn fyrirtækisins á hlutabótaleið stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Air Atlanta Tengdar fréttir Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. 6. maí 2020 07:18 Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. 5. maí 2020 23:30 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. 6. maí 2020 07:18
Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. 5. maí 2020 23:30
Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur