Kínverjar bjóða Norður-Kóreu aðstoð vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 17:38 Norður-kóresk landamærastöð handan hlutlausa svæðisins á mörkum Norður- og Suður-Kóreu. Óstaðfestar fregnir hafa verið um að norður-kóreskum landamæravörðum hafi verið skipað að skjóta hvern þann sem reynir að fara yfir landamæri landsins að Kína vegna faraldursins. Vísir/EPA Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí. Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí.
Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00
Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02