Situr uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað: „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 21:20 Haraldur Sigþórsson segist vera í vonlausri stöðu vegna kaupa á sérhönnuðum bíl sem skyndilega hækkaði í verði. Vísir/Arnar Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn. Þeir sem eru mikið hreyfihamlaðir þurfa sérhannaðan sendibíl til að geta keyrt sjálfir. Þetta fólk fær styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa slíkan bíl. Þá eru tollar og aðflutningsgjöld felld niður. Fólkið greiðir svo mismuninn sem hefur hingað til verið um ein milljón. Haraldur Sigþórsson pantaði nýjan bíl í desember síðastliðnum sem er sérhannaður fyrir hann. „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég í þeirri stöðu að vera að taka á móti bílnum núna en með öllu þessu covid dæmi þá hefur íslenska krónan fallið mjög mikið þannig að verðið sem var samið um í nóvember eða desember hefur gjörbreyst og ég sit uppi með einhverja eina og hálfa milljón í algjöran aukakostnað,“ segir Haraldur Sigurþórsson. VÍSIR/ARNAR Fleiri eru í sömu stöðu að sögn Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. „Þetta eru þó nokkrir einstaklingar sem hafa eiginlega legið á okkur og samtökunum og kallað á hjálp,“ segir Bergur Þorri. „Það er búið að gera áætlanir og svo bara bregðast þær með falli krónunnar og menn eru að fá milljón eða meira í hækkun sem fellur allt á notandann. Forsendur fyrir kaupunum sem menn gerðu um áramótin eru algjörlega brostnar,“ segir Bergur Þórri. Bíllinn sem Haraldur pantaði er kominn langt í breytingaferlinu en hann veit ekki hvað gerist ef hann getur ekki leyst hann úr. „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu vegna þess að margir myndu vilja hætta við en það er ekki hægt, þannig ég hreinlega veit ekki hvað gerist. Eins og staðan lítur út í dag er það eiginlega bara þannig að við verðum að bera þennan kostnað sem mér finnst eiginlega mjög óréttlátt,“ segir Haraldur. Sjálfbjörg hefur vakið athygli ráðherra á málinu. „Ráðherra gæti nú brugðist við og að minnsta kosti breytt reglunum tímabundið til að koma til móts við fólkið sem er bara í mjög erfiðri stöðu,“ segir Bergur Þorri. Haraldur segir stöðuna erfiða fyrir öryrkja. „Öryrkjar eru náttúrulega í þeirri stöðu að svona upphæð er allt of mikil. Við getum alveg búist við einhverri smá aukaupphæð vegna gengisbreytinga en þetta er bara alltof, alltof mikið,“ segir Haraldur.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira