Mörgum börnum líður illa vegna faraldurs og verkfalla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2020 19:56 Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira