Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:06 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15