Slakað á samkomubanni víða í Evrópu en önnur bylgja faraldursins mögulega að byrja í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 07:08 Það hafa verið fáir á ferli í París undanfarnar vikur líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Getty/Stephane Cardinale Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira