Var svo snöggur að klára að hann fékk hrós frá Mike Tyson á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 12:00 Francis Ngannou er vígalegur á þessari mynd þegar hann nær góðu höggi á Jair Rozenstruik í bardaga þerra í Jacksonville í Flórída fylki um helgina. Getty/Douglas P. DeFelice/ Francis Ngannou þurfti aðeins tuttugu sekúndur til að tryggja sér sigurinn á móti Jairzinho Rozenstruik. Það er því kannski ekkert skrítið að frammistaða hans hafi kallað á viðbrögð manna á samfélagsmiðlum. Hinn 33 ára gamli Francis Ngannou hefur nú unnið fjóra bardaga í röð og er greinilega á miklu skriði. Það vita líka miklu fleiri hver hann er í dag og þá sérstaklega eftir ein athyglisverð skilaboð á Twitter. Mike Tyson was so stunned by Francis Ngannou's 20 second victory at UFC 249, he even tweeted about it. ??You know it's special when Iron Mike's impressed. ?? https://t.co/QZG1vhTPNN— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2020 Francis Ngannou fékk nefnilega kveðju og mikið hrós frá engum öðrum en hnefaleikagoðsögninni Mike Tyson á Twitter. Mike Tyson sér Ngannou fyrir sér sem framtíðarmeistara í UFC og lét hann vita af því. „Ómandi ... grimmur ... framtíðar meistari,“ skrifaði Mike Tyson. Resounding ... vicious .... future champ. #FrancesNyngonu 20 second knockout 2nite #UFC249— Mike Tyson (@MikeTyson) May 10, 2020 Það voru einhver læti í Jairzinho Rozenstruik í fjölmiðlaviðtölum fyrir bardagann og það hjálpaði Francis Ngannou ef marka má viðtalið við hann eftir bardagann. „Þegar ég heyrði að hann var kalla eftir mér þá áttaði ég mig á því að hann vissi ekki hvað hann var að gera,“ sagði Francis Ngannou og bætti við: „Hann er ekki tilbúinn. Þetta er efnilegur bardagamaður en hann þarf að stíga til baka og undirbúa sig betur fyrir bardaga á móti manni eins og mér,“ sagði Francis Ngannou við Joe Rogan strax eftir bardagann. „Ég vil samt þakka fyrir bardagann og að deila búrinu með mér í kvöld. Ég ber viðringu fyrir manni sem hefur trú á sjálfum sér. Haltu áfram kappi, vonast eftir að sjá þig aftur,“ sagði Francis Ngannou. OH MY WORD! ??Francis Ngannou knocks Rozenstruik out in the first 20 seconds. Out cold! ?? #UFC249 pic.twitter.com/rHc2tXgplH— UFC on BT Sport (@btsportufc) May 10, 2020 Francis Ngannou er að vonast eftir því að fá hann titilbardaga en hann tapaði slíkum bardaga á móti Stipe Miocic árið 2018. „Ég veit ekki hvað þarf til að fá titilbardaga í UFC og hef sætt mig við það. Það er ekki það að mér alveg sama heldur vil ég ekki að það stýri mér. Hvort sem ég fæ titilbardaga eða ekki, þá er ég bardagamaður og get enn komið með yfirlýsingu eins og þessa,“ sagði Francis Ngannou. MMA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Francis Ngannou þurfti aðeins tuttugu sekúndur til að tryggja sér sigurinn á móti Jairzinho Rozenstruik. Það er því kannski ekkert skrítið að frammistaða hans hafi kallað á viðbrögð manna á samfélagsmiðlum. Hinn 33 ára gamli Francis Ngannou hefur nú unnið fjóra bardaga í röð og er greinilega á miklu skriði. Það vita líka miklu fleiri hver hann er í dag og þá sérstaklega eftir ein athyglisverð skilaboð á Twitter. Mike Tyson was so stunned by Francis Ngannou's 20 second victory at UFC 249, he even tweeted about it. ??You know it's special when Iron Mike's impressed. ?? https://t.co/QZG1vhTPNN— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2020 Francis Ngannou fékk nefnilega kveðju og mikið hrós frá engum öðrum en hnefaleikagoðsögninni Mike Tyson á Twitter. Mike Tyson sér Ngannou fyrir sér sem framtíðarmeistara í UFC og lét hann vita af því. „Ómandi ... grimmur ... framtíðar meistari,“ skrifaði Mike Tyson. Resounding ... vicious .... future champ. #FrancesNyngonu 20 second knockout 2nite #UFC249— Mike Tyson (@MikeTyson) May 10, 2020 Það voru einhver læti í Jairzinho Rozenstruik í fjölmiðlaviðtölum fyrir bardagann og það hjálpaði Francis Ngannou ef marka má viðtalið við hann eftir bardagann. „Þegar ég heyrði að hann var kalla eftir mér þá áttaði ég mig á því að hann vissi ekki hvað hann var að gera,“ sagði Francis Ngannou og bætti við: „Hann er ekki tilbúinn. Þetta er efnilegur bardagamaður en hann þarf að stíga til baka og undirbúa sig betur fyrir bardaga á móti manni eins og mér,“ sagði Francis Ngannou við Joe Rogan strax eftir bardagann. „Ég vil samt þakka fyrir bardagann og að deila búrinu með mér í kvöld. Ég ber viðringu fyrir manni sem hefur trú á sjálfum sér. Haltu áfram kappi, vonast eftir að sjá þig aftur,“ sagði Francis Ngannou. OH MY WORD! ??Francis Ngannou knocks Rozenstruik out in the first 20 seconds. Out cold! ?? #UFC249 pic.twitter.com/rHc2tXgplH— UFC on BT Sport (@btsportufc) May 10, 2020 Francis Ngannou er að vonast eftir því að fá hann titilbardaga en hann tapaði slíkum bardaga á móti Stipe Miocic árið 2018. „Ég veit ekki hvað þarf til að fá titilbardaga í UFC og hef sætt mig við það. Það er ekki það að mér alveg sama heldur vil ég ekki að það stýri mér. Hvort sem ég fæ titilbardaga eða ekki, þá er ég bardagamaður og get enn komið með yfirlýsingu eins og þessa,“ sagði Francis Ngannou.
MMA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira