KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 15:49 Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Aðsend Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40