Lokamót Equsana deildar í hestaíþróttum í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 12:30 Frá keppni í Equsana deild áhugamanna í hestaíþróttum. Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun. Hestar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun.
Hestar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum