Væntanlegur fjöldi ferðamanna ekki aðalmálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 16:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira