Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2020 22:14 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15
Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01