Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 23:41 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðs síðar í mánuðinum þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Samningar við flugstéttir félagsins ættu sér langa sögu. Í þeim væru flókin ákvæði sem takmarki vinnuframlag. „Við erum aðallega að vinna með að breyta því þannig að við getum aukið vinnuframlag starfsmanna og verja í rauninni ráðstöfunartekjur, að þær lækki lítið eða jafnvel hækki,“ sagði hann. Bogi Nils svaraði ekki beint hvort að yfirstjórn Icelandair tæki á sig viðlíka kjaraskerðingu og reynt er að semja um við starfsfólks. „Auðvitað er allt undir í okkar rekstri á þessu stigi,“ sagði hann. Sölu- og markaðsdeildin þegar komin af stað eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins um miðjan júní. Þá yrði ferðamönnum sem koma til landsins gert kleift að sleppa við tveggja vikna sóttkví, meðal annars með skimun á Keflavíkurflugvelli. Bogi Nils sagði áformin ánægjulegar fréttir. Sölu- og markaðsdeild Icelandair hafi þegar farið af stað að útbúa áætlanir og pakka í dag. Grannt yrði fylgst með hvaða markaðir opna fyrst og hvar eftirspurn verður til staðar. „Þetta var mjög ánægjulegt og blés lífi í ákveðna hluti hérna hjá okkur sem hafa ekki alveg verið á fullu síðustu daga,“ sagði forstjórinn. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðs síðar í mánuðinum þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Samningar við flugstéttir félagsins ættu sér langa sögu. Í þeim væru flókin ákvæði sem takmarki vinnuframlag. „Við erum aðallega að vinna með að breyta því þannig að við getum aukið vinnuframlag starfsmanna og verja í rauninni ráðstöfunartekjur, að þær lækki lítið eða jafnvel hækki,“ sagði hann. Bogi Nils svaraði ekki beint hvort að yfirstjórn Icelandair tæki á sig viðlíka kjaraskerðingu og reynt er að semja um við starfsfólks. „Auðvitað er allt undir í okkar rekstri á þessu stigi,“ sagði hann. Sölu- og markaðsdeildin þegar komin af stað eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins um miðjan júní. Þá yrði ferðamönnum sem koma til landsins gert kleift að sleppa við tveggja vikna sóttkví, meðal annars með skimun á Keflavíkurflugvelli. Bogi Nils sagði áformin ánægjulegar fréttir. Sölu- og markaðsdeild Icelandair hafi þegar farið af stað að útbúa áætlanir og pakka í dag. Grannt yrði fylgst með hvaða markaðir opna fyrst og hvar eftirspurn verður til staðar. „Þetta var mjög ánægjulegt og blés lífi í ákveðna hluti hérna hjá okkur sem hafa ekki alveg verið á fullu síðustu daga,“ sagði forstjórinn.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37
Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04
Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14