Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki fyrir Augsburg með félaga sínum Michael Gregoritsch. Það verður athyglisvert að sjá hvernig leikmenn munu fagna mörkum sínum nú þegar þeir eiga að lágmark samskipti sín. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu. Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu.
Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira