Bubbi Morthens stóð fyrir hádegistónleikum í Borgarleikhúsinu í dag og var sýnt frá þeim í beinni útsendingu á Vísi.
Á tónleikunum í dag frumflutti Bubbi nýtt lag sem nefnist Sjö dagar og fjallar lagið um kórónuveiruna og ástandið á Íslandi um þessar mundir og ástandið hreinlega í öllum heiminum.
Hér að neðan má hlusta á þetta nýja lag Bubba.
Svo má sjá tónleika dagsins í heild í þessari klippu.