Veður

Súld eða rigning með köflum

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Veðurstofan spáir vestanátt í dag, átta til þrettán metrum, en annars hægari vindi norðan- og austantil.

Reikna má með súld eða rigningu með köflum, þó síst á Suðausturlandi og mun stytta upp um norðanvert landið síðdegis. Hitinn verður víða sex til ellefu stig að deginum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í nótt megi búast við vaxandi norðanátt í nótt, átta til þrettán metrum á morgun, en heldur hvassara í vindstrengjum austantil.

„Skýjað að mestu á norðurhelmingi landsins og dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi. Þurrt og bjart syðra, en smáksúrir suðaustanlands annað kvöld. Hiti 5 til 10 stig að deginum, en 0 til 4 stig um landið norðaustanvert,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðlæg átt, víða 8-13 m/s en hvassara í vindstrengjum austantil framan af degi. Skýjað og dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, og hiti 0 til 4 stig. Léttskýjað sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig, en smáskúrir allra syðst.

Á laugardag: Norðan 8-13 og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið um landið norðan- og austanvert. Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 12 stig á Suðurlandi að deginum.

Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað vestanlands á landinu, annars skýjað með köflum. Hiti frá 5 til 13 stig, hlýjast vestantil.

Á mánudag: Austan 8-15 m/s og lítilsháttar væta, en hægari og léttskýjað um norðanvert landið. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðvestanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, einkum suðaustanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×