Bandaríkin sökuð um rán á grímum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2020 08:28 Ríki keppast nú um að kaupa andlitsgrímur og annars konar hlífðarbúnað. AP/Thomas Wells Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira